Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 56
sbr. t. d. 2. ml. 48. gr. tekjuskattslaga, er mælir fyrir um refsilæg viðurlög á hendur dánarbúi skattþegns. 1 lögum eru hins vegar hvergi bein ákvæði um refsiábyrgð félaga vegna skattsvika." Loks ber að geta þess, að dæmi eru um, að dómstólar geri ópersónulegum aðilum að þola upptöku eigna, sbr. Hrd. XXVI, bls. 244 og XXXIV, bls. 674. VII. Nokkrar sérreglur 48. gr. í ljósi almennra refsiréttarreglna. 1) Fyrning. a) Ákvæði 81. gr. alm. hgl. um sakarfyrningu taka ekki beint til ann- arra brota en þeirra, sem refsing er lögð við í hegningarlögunum sjálf- um. Er þá tvennt til, að styðjast við fyrningarákvæði í sérrefsilögum eða beita almenna ákvæðinu með lögjöfnun, Sérstök fyrningarákvæði utan alm. hgl. eru sjaldgæf. Má þá beita 81. gr. með lögjöfnun, ef skilyrði til hennar eru fyrir hendi, en mat um það eiga dómstólar. Lögjöfnun þykir þó yfirleitt ekki tæk um brot á skattalögum. I 92. gr. dönsku hegningarlaganna var til skamms tíma ákvæði, er tók af allan vafa í því efni: „Strafansvar for overtrædelse af love om offentlige skatter og afgifter, hvorved pligtige ydelser soges unddraget det off- entlige, forældes dog ikke uden særlig hjemmel.“ I núgildandi fyrning- arákvæðum dönsku laganna er ákveðinn 5 ára fyrningartími vegna skatta- og tolllagabrota. Alm. hgl. hafa ekki sambærilegt ákvæði, er taki fyrir lögjöfnun, né heldur hafa fyrningarákvæðin verið endur- skoðuð. Lögin láta því alveg ósagt, hvernig fara skuli með skattalaga- brot. En talið er, að lögjöfnun sé óheimil engu að síður. Skal nú vikið að rökum fyrir þessari sérstöðu skattlagabrota. Venjulegast hagar svo um refsiverð brot, að líkurnar til að þau verði upplýst, minnka óð- um eftir því sem frá líður. En um brot gegn skattalögum er þessu öfugt farið. Þeim er oftast auðvelt að leyna, en þau upplýsast stund- um seint og um síðir fyrir tilviljanir, svo sem ef bú skattþegns er tekið til gjaldþrotaskipta eða fjárhagur hans er athugaður vegna ann- arra brota. Er hætt við, að hinn venjulegi skammi fyrningarfrestur, sem alla jafna yrði beitt um þessi brot (2 ár)', gæti dregið verulega úr virkni og varnaðaráhrifum skattareglnanna.42) b) I lögum nr. 68/1971 er sjálfstætt fyrningarákvæði, sbr. 1. mgr. 48. gr.: Eigi má þó reikna skattsekt samkvæmt þessari mgr. lengra aftur í tímann en 6 ár, sbr. 38. gr. Um útsvör gildir sama fyrningarregla, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 8/1972 og 1. mgr. 28. gr. rgj. nr. 118/1972. I lögum nr. 10/1960 eru engin ákvæði um fyrningu sakar. Munu ekki vera skilyrði til að beita 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.