Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 63
Frá
Lögfræöingafélagi
Islands
Þrír almennir félagsfundir hafa veriS haldnir í Lögfræðingafélagi fsland,
síðan 1. hefti þessa árgangs tímaritsins kom út:
Á fundi á Hótel Sögu 26. febrúar voru Páll Skúlason bókavörður og Hjörtur
Torfason hrl. framsögumenn um efnið: Þróun félagaréttar. í umræðum tóku
þátt Rag*nar Aðalsteinsson hrl. og frummælendur báðir.
Fundur var á Hótel Sögu 4. apríl, þar sem Þórður Björnsson yfirsakadómari
flutti framsöguerindi um efnið: Dómstólar og fjölmiðlar. Að erindinu loknu
tóku til máls: Páll S. Pálsson hrl., Árni Gunnarsson fréttamaður, Hrafn Braga-
son borgardómari, Elías Snæland Jónsson formaður Blaðamannafélags ís-
lands, Jónatan Þórmundsson prófessor og Már Pétursson héraðsdómari. Að
lokum ræddi framsögumaður ýmsar hugmyndir, sem fram komu í umræðun-
um. Stjórn Blaðamannafélags islands var boðið á fund þennan. Fundarstjóri
var varaformaður lögfræðingafélagsins, Jónatan Þórmundsson.
Fundur var haldinn 3. maí í Þingholti, hinum nýju salarkynnum Hótel Holts
við Bergstaðastræti. Gunnar Eydal cand. jur., starfsmaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, var þar framsögumaður um efnið: Lögfræðiaðstoð án
endurgjalds. í umræðum að loknu framsöguerindinu tóku þátt: Gunnar Jóns-
son hrl., Hákon Guðmundsson yfirborgardómari, Guðrún Erlendsdóttir hrl.,
Ingólfur Hjartarson skrifstofustjóri, Arnljótur Björnsson prófessor, Örn Clau-
sen hrl., Páll S. Pálsson hrl., Baldur Möller ráðuneytisstjóri, Ragnar Aðal-
steinsson hrl. og Hrafn Bragason. Framsögumaður tók til máls öðru sinni
áður fundi lauk.
Það kemur fram á öðrum stað í þessu hefti, að hin nýju lög nr. 46/1973
um kjarasamninga opinberra starfsmanna hljóta að hafa í för með sér breyt-
ingar á verkefnum Lögfræðingafélags íslands. Var af því tilefni boðað til fund-
ar lögfræðinga í þjónustu ríkisins í Lögbergi 12. júní s. I. Á fundi þessum lýsti
formaður félagsins nokkuð hinum nýju viðhorfum, en síðan flutti Hrafn Braga-
son framsöguræðu um efni laga nr. 46/1973. Ýmsir fundarmanna gerðu fyrir-
spurnir og athugasemdir og auk ofangreindra manna urðu fyrir svörum
Kristján Torfason fulltrúi í launamálaráði BHM og frú Guðríður Þorsteinsdótt-
ir framkvæmdastjóri bandalagsins. Samþykkt var samhljóða að stofna samn-
inganefnd til að fjalla um þau efni, sem lögfræðingafélagið fær til meðferðar
f. h. ríkisstarfsmanna með lögfræðimenntun á grundvelli laga nr. 46/1973. í
nefndina voru kjörnir: Kristján Torfason skrifstofustjóri bæjarfógetans í Hafn-
61