Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 66

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 66
Var því horfið að því ráði að endurskoða aðeins lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna og það til bráðabirgða. Helztu breytingum, sem þessi nýja lagasetning hefur í för með sér, má skipta í þrennt: 1. í eldri lögum var svo ráð fyrir gert, að lögin tækju með þýðingarmiklum undantekningum til starfsmanna, sem skiþaðir væru, settir eða ráðnir í þjón- ustu ríkisins, ríkisstofnana eða atvinnufyrirtækja ríkisins, með föstum launum og minnst 3 mánaða uppsagnarfresti, enda yrði starf þeirra talið aðalstarf. Nýju lögin taka til allra starfsmanna, sem skiþaðir eru, settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofnana eða atvinnufyrirtækja ríkisins, með föstum tíma-, viku- eða mánaðarlaunum, enda verði starf þeirra talið aðalstarf. Und- anþágur frá þessu ákvæði eru að mestu óbreyttar frá gömlu lögunum. Breyt- ingin á ákvæðinu er fólgin í því, að svið laganna er rýmkað. Þau taka nú til allra starfsmanna með föstum launum, enda sé starf þeirra talið aðalstarf, en uppsagnarfrestur er ekki látinn skipta máli. Undir þetta falla hópar starfs- manna, sem í daglegu tali eru nefndir lausráðnir. Áður samdi BSRB ekki fyrir þá, sem höfðu minna en 3 mánaða uppsagnarfrest. 2. Skv. eldri lögum hafði BSRB samningsrétt fyrir ríkisstarfsmenn, en eftir nýju lögunum fara heildarsamtök starfsmanna ríkisins, sem fjármálaráðherra hefur veitt viðurkenningu, með fyrirsvar ríkisstarfsmanna um aðalkjarasamn- ing. Þannig geta fleiri samtök en BSRB fengið samningsrétt. Fjármálaráðu- herra veitti BHM þá viðurkenningu, sem hér um ræðir hinn 25, maí s. I. 3. Skv eldri lögum var allur samningsrétturinn hjá BSRB. Nú fá aðildar- félög þeirra heildarsamtaka, sem viðurkenningu hljóta, hluta samningsrétt- arins. Heildarsamtök eiga að gera aðalkjarasamning. Þar skal kveðið á um launa- flokka, meginreglur til viðmiðunar í launaflokka, föst laun, vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu og orlof, svo og greiðslu ferðakostnaðar. Hins vegar eiga nú aðildarfélög viðurkenndra heildarsamtaka að semja um skipan starfsheita og manna í launaflokka, sérákvæði um vinnutíma, ef um sérstakar aðstæður er að ræða, fæðisaðstöðu og fæðiskostnað, svo og önnur kjaraatriði, sem aðal- kjarasamningur tekur ekki til og eigi eru lögbundin. Samkvæmt þessu skipt- ist samningsrétturinn milli heildarsamtaka og aðildarfélaga, og fá félögin nú miklu meiri áhrif en áður var. Þessi skipting leiðir af sér ýmsar viðamiklar breytingar á samningakerfinu. Ein þýðingarmikil undantekning er þó frá þessum aðalreglum, sbr. 3. gr. 4. mgr. laganna, en þar er fjármálaráðherra veitt heimild til þess að leyfa Læknafélagi Islands að semja sjálft fyrir þá félagsmenn sína, sem ráðnir eru með minna en 3 mánaða uppsagnarfresti, enda óski hlutaðeigandi heildar- samtök þess. Meginhluti lækna í oþinberri þjónustu hafa nú 2 mánaða upp- sagnarfrest og Læknafélag íslands hefur samið fyrir þeirra hönd. Undanþágan var sett í lögin að ósk félagsins til að samingsaðstaða þess yrði að sem mestu leyti óbreytt. Skv. lögunum fara samningar þannig fram: Aðalkjarasamningur skal gerður til eigi skemmri tíma en 2 ára og koma til framkvæmda 1. júlí næstan á eftir gerð hans. Ef almennar og verulegar kaup- breytingar verða á samningstímabilinu má þó krefjast endurskoðunar hans án uppsagnar. Er þetta í samræmi við lögin frá 1962. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.