Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 69
Frá Lagadeild lláskólans 1. Lagastofnun Háskóla islands Háskólayfirvöld hafa samþykkt reglugerð fyrir Lagastofnun Háskóla ís- lands, oc^ biður reglugerðin nú staðfestingar menntamálaráðuneytisins. Um tilgang og starf stofnunar þessarar segir m. a. í 2. og 3. gr. reglugerðarinnar: 2. grein Hlutverk Lagastofnunarinnar er: 1) Að vera vísindaleg rannsóknastofnun í lögfræði. 2) Að vera vísindaleg kennslustofnun í lögfræði fyrir kandídata og stúdenta, er vinna að fræðilegum verkefnum, sem sinnt er í stofnunnni, eftir nánari ákvörðun stjórnar stofnunarinnar. 3) Að vera með sama hætti, eftir því sem aðstæður leyfa, vísindaleg rann- sókna- og kennslustofnun í greinum, sem skyldar eru lögfræði eða stunda ber í lagadeild. 3. grein Hlutverki sínu gegnir Lagastofnunin með því að: 1) Veita starfsmönnum stofnunarinnar og gestum fyrirgreiðslu í rannsóknum þeirra, svo sem varðandi húsnæði, ritaraþjónustu, bókavarðaþjónustu 05 aðra aðstoð við vísindastörf. 2) Gera rannsóknaáætlanir og standa að framkvæmd þeirra. 3) Hafa samvinnu við Háskólabókasafn, Landsbókasafn, bókasafn Hæsta- réttar íslands og önnur bókasöfn um útvegun, varðveizlu og nýtingu laga- bóka og tímarita. 4) Hafa samvinnu við aðrar vísindastofnanir, innanlands og utan, svo og aðra aðila, um málefni á starfssviði stofnunarinnar. 5) Taka að sér í eigin nafni rannsóknarverkefni fyrir aðra aðila eftir ákvörð- un stjórnar stofnunarinnar í hvert sinn. 6) Gangast fyrir ráðstefnum, umræðufundum, námskeiðum, fyrirlestrum og annarri starfsemi, sem starfssvið stofnunarinnar varðar. 7) Vinna að útgáfu rita um efni á starfssviði stofnunarinnar. 8) Safna gögnum um lögfræðileg efni, varðveita þau og veita aðgang að þeim til vísindalegrar úrvinnslu. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.