Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 72
Ávíð og dreif HAFRÉTTARRÁÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Ráðgert er nú, að skipulagning hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði tekin til meðferðar á tveggja vikna fundi í New York nú í haust, en síðan hefjist ráðstefnan sjálf í Santiago í Chile í aprílmánuði næsta ár. Tímarit lögfræðinga hefir beðið Hans G. Andersen, formann íslenzku sendi- nefndarinnar á fundum undirbúningsnefndar ráðstefnunnar að skýra frá því í stuttu máli, hvernig staðan í nefndinni er nú. Fer frásögn hans hér á eftir: Undirbúningsnefnd hafréttarráðstefnunnar lauk 5. fundi sínum í byrjun aprfl s.l. í New York. Mikið starf hefir þegar verið unnið í nefndinni til að undirbúa textatillögur fyrir hafréttarráðstefnuna sjálfa. Er unnið að undir- búningi hinna 25 málaflokka, sem fyrir ráðstefnuna verða lagðir. Hafa mál skýrzt mjög mikið, þótt seint gangi að semja tillögurnar sjálfar. Veldur því fyrst og fremst, að engar atkvæðagreiðslur fara fram í undirbúningsnefnd- inni, heldur er reynt að ná almennu samkomulagi um niðurstöður. Er það auðvitað seinvirk aðferð og varla við öðru að búast en grundvallarágrein- ingur verði um nokkur höfuðatriði, einkum um víðáttu fiskveiðilögsögu, um- ferð um sund og réttindi landluktra ríkja. Þá er þess og að gæta, að hags- munir ríkja eru svo mismunandi, að erfitt er að spá um stuðning við hinar ýmsu tillögur, þegar á hólminn kemur. Þá reynir hver að tryggja þá hagsmuni, sem hann leggur mest upp úr, e. t. v. með því að fórna minni hagsmunum. Má gera ráð fyrir ýmsum víxlsporum af þvf tagi. Nefna má til dæmis, að hugsanlegt er, að ríki, sem ekki styðja kröfur um útfærslu lögsögu einstakra ríkja, fái stuðning úr óvæntri átt. Er þar átt við ríki, sem eiga engan eða takmarkaðan aðgang að sjó, eru ,,landlukt“ eða ,,grunnlukt“. Þau geta e. t. v. ráðið yfir rúmlega 30 atkvæðum og gætu snúizt á þá sveif að stuðla með slíkri samvinnu að því, að hið alþjóðlega hafsbotnssvæði verði sem stærst og stjórn þess sem valdamest. Á þessu stigi málsins er líklegt, að fundur undirþúningsnefndarinnar í Genf í sumar, sem ráðgert er að verði hinn síðasti, muni ganga frá sam- ræmdum textum um ýmis atriði, en að um önnur verði gengið frá mismun- andi textum, sem allir yrðu lagðir fyrir ráðstefnuna. Með þessum fyrirvörum virðist í stuttu máli mega flokka höfuðviðfangs- efnin og stöðu í þeim þannig: 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.