Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Qupperneq 22
eigendur ökutækja og aflvéla, njóta ekki verndar gegn endurkröfu
Tryggingastofnunarinnar. Ástæðan fyrir því er líklega sú, að flestir
eigendur ökutækja, þ. e. allir eigendur skráningarskyldra ökutækja,
hafa lögboðna ábyrgðartryggingu skv. umferðarlögum. Sú vátrygging
greiðir Tryggingastofnuninni endurkröfur, sem falla á þann, er skaða-
bótaábyrgð ber á umferðarslysi. Hefur Tryggingastofnun ríkisins því
a. m. k. í orði kveðnu verulega fjárhagslega hagsmuni af því að eiga
fullan endurkröfurétt í þessum tilvikum. Telja verður óeðlilegt, að al-
mannatryggingar eigi endurkröfurétt á hendur skylduábyrgðartryggj-
anda ökutækis. Sýnist ekki heppilegt, að hið opinbera stuðli að því að
viðhalda tvöföldu tryggingakerfi, eins og hér er að nokkru leyti um að
ræða. Hins vegar hefur vinna við endurkröfur hjá Tryggingastofnun
ríkisins og bifreiðatryggingafélögunum í för með sér talsverðan kostn-
að, sem mætti spara, ef endurkröfuréttur væri afnuminn. Að öðru leyti
vísast til þess, sem segir um afnám endurkröfuréttar í 9. kafla hér á
undan. Um endurkröfurétt á hendur öðrum tryggingarskyldum en eig-
endum skyldutryggðra ökutækja er það að segja, að eðlilegt virðist,
að þeir njóti ekki lakari réttarstöðu en tryggingarskyldir atvinnurek-
endur hafa nú skv. 2. málsl. 58. gr. Mætti taka það atriði til athugunar
við næstu endurskoðun ATL.
11. Nánar um réttarstöðu aðila, sem ber skaðabótaábyrgð á slysi, er
slysatryggingin bætir að einhverju leyti
1 köflum 9 og 10 hér á undan hefur verið lýst reglum um endur-
kröfurétt Tryggingastofnunarinnar skv. 58. gr. ATL. Hér verður i
stuttu máli fjallað um samband slysabóta frá Tryggingastofnun rík-
isins og skaðabóta, sem bótaþegi á rétt á eftir almennum skaðabóta-
reglum. Það viðfangsefni er nátengt endurkröfureglunum.
Eigi bótaþegi skv. IV. kafla ATL skaðabótakröfu vegna slyssins á
hendur þriðja aðila, verður bótaþegi að sæta því, að slysatryggingar-
bætur komi að fullu til frádráttar skaðabótakröfu hans. Um þetta er
örugg dómvenja. Slysatryggingarbætur dragast frá skaðabótakröfunni,
án tillits til þess, hvort sá skaðabótaskyldi hefur greitt iðgjald vegna
tryggingar bótaþegans eða ekki, sbr. t. d. Hrd. 1958, 777, 1972, 417 og
1972, 798.
Reglan um fullan frádrátt slysatryggingarbóta er andstæð almennu
reglunni um summutryggingar í 2. mgr. 25. gr. VSL. Hins vegar er
hún í samræmi við sérregluna í niðurlagsákvæði 2. mgr. 25. gr. VSL.
Segja má, að um slysatryggingu skv. IV. kafla ATL fari í meginatrið-
um eftir sambærilégum reglum og gilda um skaðatryggingar skv. 25.
160