Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 3
rni\Kir_- lö(.ik i:m\4.\ 3. HEFTI 28. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1978 SKIPTALÖGIN 100 ÁRA Á þessu ári er liðin öld frá því að skiptalögin, sem enn gilda, voru gefin út. Þau voru samþykkt á Alþingi sumarið 1877, en staðfest 12. apríl árið eftir og birt sem lög nr. 3/1878. Aldarafmælis skiptalaganna er rétt að minnast vegna þess, að lögin voru fyrsti réttarfarsbálkurinn með nútímasniði, sem lögtekinn var hér á landi. Árið 1878 hófst því endurskoðun íslenskrar réttarfarslöggjafar, og þeirri endurskoðun lauk ekki fyrr en sett voru lög nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála. Að sjálfsögðu þurfti þá að hefja næstu lotu endurskoðunar- starfsins. Stendur hún enn yfir, og er farið að með gát. Þingið 1877 var hið merkasta. Er því athyglisvert, að ýmsum þingmönnum þótti fátt eða ekkert merkilegra þar en skiptalagamálið. Bergur Thorberg lét þau orð falla, að „óhætt væri að segja, að þetta mál væri hið stærsta og yfirgripsmesta, sem komið hefði fyrir Alþingi í þetta skipti.“ Og nefnd sú, sem Efri deild kaus til að fjalla um málið, sagði í álitsgerð sinni: „Það er samhuga álit vort, að frumvarpið, ef það verður að lögum, muni verða mikils- varðandi réttarbót fyrir landið." Ekki verður séð, að næstu ár á undan hafi mikið verið gert til að bæta íslenskt réttarfar. Hins vegar þóttu umbætur á þessu sviði stórmál í Danmörku, og hafði svo verið allt frá 1849 eða lengur. Nefnd, sem skipuð var 1868, samdi frumvarp til gjaldþrotaskiptalaga, sem danska þingið samþykkti 1872. Frum- vörp nefndarinnar um lögtakslög og skiptalög voru samþykkt 1873 og 1874. Af einhverjum ástæðum varð töf á því, að íslensk lög væru sett um gjaldþrot og lögtök. Hins vegar voru dönsku lögin um skipti frá 1874 fyrirmynd íslensku laganna. Þó var ýmsum atriðum breytt vegna staðhátta og vegna þess, að hin dönsku lög vitnuðu um margt til gjaldþrotaskiptalaganna frá 1872, t.d. um skuldaröð, sem um varð að fjalla sérstaklega í hinum íslensku skiptalögum. Að lokum fór svo, að öll þau þrenn lög, sem sett voru í Danmörku 1872—74, voru endursamin og lögtekin hérlendis, og lauk því löggjafarstarfi fyrir alda- mót. Það sem síðar var gert, byggði ekki jafnmikið á dönskum fyrirmyndum, en þó eru meginatriðin í danskri og íslenskri réttarfarslöggjöf enn hin sömu eða mjög svipuð. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.