Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 11
Við það verður að miða, að þjóðfélagið verði að taka til einhverra ráða til að vernda þá, er verða að semja og nauðsyn er að semji, en á hvern hátt það skal gert, er mjög umdeilt. 2. Því hefur verið haldið fram, að hin rétta lausn væri sú að setja ákvæði um verðtryggingu í alla samninga á fjármálaréttarsviðinu, sem eigi eru efndir þegar í stað. Þetta væri auðvelt að framkvæma að minnsta kosti í öllum meiri háttar samningum, þar á meðal lánasamn- ingum. Á það hefur verið bent, að þessi lausn sé þegar notuð í ríkum mæli í kjarasamningum og einnig í öllum meiri háttar verksamning- um, sem reiknað er með, að taki nokkurn tíma að efna. Rétt er að líta nokkuð á þessar hugmyndir, þó að ekki sé ætlunin að ræða verðtryggingu sérstaklega. Þótt verðtryggingarleiðin sé á yfirborðinu vænleg til góðs árangurs, sýnir nánari athugun, að þar er um ýmis varhugaverð atriði að ræða. 1 fyrsta lági má þar nefna, að mikill vafi getur leikið á því, hvaða samanburðargrundvöll skuli nota við verðtryggingu. Reyndir hafa verið alls konar samanburðai'grundvellir, þ. á m. gull og ei'lendur gjaldmiðill, bæði ensk pund og amerískir dollarar. Sá galli er á öllum þessum verð- mælum, að þeir eru ekki nægilega stöðugir. Þá hafa menn reynt ýmis konar vísitölur sem verðmæli. Vísitölur hafa sína kosti, en þær eru reiknaðar eftir forsendum, sem ekki eru örugglega réttar og oft búnar til í ákveðnum tilgangi og sýna ekki hina réttu mynd af efnahagsþróun þjóðfélagsins. Það er einnig skoðun margra, að almenn verðtrygging sé mjög verðbólguörvandi og hafi auk þess þann galla, að hún verndi aðeins að litlu leyti þann, sem veikari stöðu hefur í þjóðfélaginu og hefur því bæði þörf fyrir og á kröfu á vernd þess. Hér er hvorki staður né tími til að ræða mikið um verðtryggingu, en miðað verður hér við, að verðtrygging hafi yfirleitt óheppileg áhrif á samninga. Hinsvegar megi nota hana á takmörkuðum sviðum undir ströngu eftirliti, svo sem í meiri háttar verksamningum og opinber- um lánasamningum. 3. Hér að framan hafa verið rakin þau lagaákvæði, sem sett hafa verið á hinum öðrum Norðurlöndum — líklega aðallega í þeim til- garigi að hamla gegn óhollum áhrifum verðbólgunnai á samninga manna. Ekki mun hér verða um það rætt, hvort rétt sé að láta ákvæði þessi taka til allra samninga, eins og Danir og Svíar hafa gert, breyta einungis kaupalögunum svo sem Norðmenn hafa gert, eða takmarka sig sérstaklega við neytendavernd, eins og gert hefur verið í Finnlandi. Segja má, að þetta skipti í þessu sambandi ekki meginmáli, því að í raun er lausnin alltaf hin sama, þégar reglurnar eru athugaðar. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.