Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 57
Ávíð
o£ dreif
FRÁ FUNDI
RÍKISSAKSÓKNARA NORÐURLANDA 1978
Ritstjóri Tímarits lögfræðinga hefur beðið mig um að rita „svolítinn frétta-
pistil" í tímaritið um fund rikissaksóknara Norðurlanda, sem haldinn var í
Reykjavík dagana 11. og 12. september 1978.
Ég vil eigi mælast undan þvi enda á ég hinum ágæta ritstjóra þökk að gjalda
fyrir leiðbeiningar hans um mikilvægan þátt í haldi fundarins — þó að segja
megi að sitthvað af því, sem gerist á fundum þessum sé nánast mál þeirra
einna, sem þar bera saman bækur sínar.
Frá því á árinu 1966 hafa ríkissaksóknarar Norðurlanda komið saman til
fundar nær árlega. Á þeim hafa verið rædd margvisleg málefni, sem ákæru-
vaidið varðar, svo sem breytingar og þróun afbrota, réttarfar og refsingar,
framkvæmd laga á sviði sakamálefna, æskilegar og fyrirhugaðar breytingar á
löggjöf í þeim efnum, svo og ýmisleg vandamál, sem upp koma í störfum
þeirra, sem ákæruvald hafa á hendi.
Hinn markverðasti atburður í samskiptum ríkissaksóknaranna er ótvírætt
samstarfssamningur þeirra um saksókn í öðru ríki Norðurlanda en því, sem
afbrot hefur verið framið i. Samningur þessi var undirritaður i Osló 6. febrúar
1970 en honum var breytt lítillega í Helsingfors 12. október 1972 og aftur í
Stokkhólmi 23. nóvember 1973.
Fundir hafa tvisvar verið haldnir hér á landi. i fyrsta skipti hinn fjórði fundur
árið 1971 og nú í annað skipti hinn tíundi fundur í september 1978. Á þeim
fundi voru mættir — auk aðstoðarmanna — ríkissaksóknarar allra Norður-
landanna, þ.e. Per Lindegaard frá Danmörku, Risto Leskinen frá Finnlandi,
Laurits Dorenfeldt frá Noregi, Magnus Sjöberg frá Svíþjóð svo og greinar-
höfundur.
Á fundinum voru til umræðu eftirtalin málefni: 1) Vátryggingarsvik, 2) Afbrot
mannfjölda eða hóps manna, 3) Minniháttar afbrot útlendinga og 4) Tiðni og
breyting afbrota seinustu árin. Lagðar voru fram stuttar greinargerðir um þessi
efni. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir því, sem fram var lagt af islands
hálfu þó að eigi hafi verið stórvægilegt.
I) Vátryggingarsvik.
Þetta málefni var til umræðu að beiðni sænska ríkissaksóknarans. Skýrði
hann frá því að í Svíþjóð væri nú til vel skipulögð starfsemi manna, sem
beindist að því að svíkja fé úr hendi vátryggingarfélaga og lýsti hann áhyggj-
um sínum af þessari þróun mála.
151