Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 63
gjöfinni lækkað um 56,7% og á árunum 1976—1977 um 37%. Ástæðan fyrir þessari fækkun ákærðra manna er nær eingöngu sú, að með lögum nr. 54, 1976 um breyting á umferðarlögum nr. 40, 1968 gefst heimild til að Ijúka fleiri málum út af ölvun við akstur bifreiðar með dómsátt en áður. Hins vegar hefur á sama tíma tala ákærðra manna fyrir brot á hinum al- mennu hegningarlögum stórhækkað eða árið 1975 um 60,6%, árið 1976 um 24,7% og 1977 um 23,18%. Á fjögurra ára tímabilinu 1974—1977 hefur ákærð- um mönnum fyrir hegningarlagabrot fjölgað hvorki meira né minna en úr 277 í 728 eða um 162,8%. Þá hafa orðið verulegar breytingar á tegundum þeirra afbrota, sem ákæru sæta, þar sem mjög hefur fjölgað ákærum fyrir mörg hin alvarlegustu hegn- ingarlagabrot. Ber fyrst og fremst að nefna manndráp, alvarlegar líkams- árásir og kynferðisbrot en einnig allskonar auðgunarbrot, sem mjög oft eru framin með fölsun skjala, einkum tékka. Breytingar þær, sem hafa orðið á ákæruefni árið 1977 frá árinu 1967 eru í mörgu athyglisverðar og má benda á eftirfarandi: 1. Auðgunarbrotum hefur fjölgað — meðal annars fjárdráttarbrotum og umboðssvikum manna í opinberri þjónustu. 2. Tala ákærðra manna fyrir stórfelld fíkniefnabrot samkvæmt almennum hegningarlögum hefur hækkað úr 1 í 5. Hér ber þess þó að geta að flest þessara brota eru framin á árunum 1975 og 1976. 3. Tala ákærðra manna fyrir likamsmeiðingar hefur hækkað úr 19 í 79. Af þessum 79 mönnum voru 20 ákærðir fyrir líkamsmeiðingar samkvæmt 218. gr. hegningarlaganna. 4. Tala ákærðra manna fyrir kynferðisbrot hefur hækkað úr 2 í 19. Af þess- um 19 mönnum voru 8 ákærðir fyrir nauðgun og 2 fyrir tilraun til nauðgunar. 5. Á árinu 1977 voru 7 menn ákærðir fyrir að valda eldsvoða af ásetningi en enginn á næstu þremur árum á undan. V) Manndráp á íslandi. í framangreindu ákæruyfirliti hlýtur að vekja sérstaka athygli og umhugsun fjölgun ákærðra manna fyrir manndráp af ásetningi, þ.e. tölurnar 1 árið 1974, 2 árið 1975, 9 árið 1976 og 8 árið 1977. Manndrép hafa verið mjög fátíð hér á landi þar til á hinum allra seinustu érum. En hve tíð hafa þau verið? í grein dr. med. Ólafs Bjarnasonar og J. P. Hart Hansen um „Homcide in lceland 1946—1970“ í ritinu Forensic Science, 4 (1974) bls. 107—117 er talið að á þessu 25 ára tímabili hafi verið framin 21 „criminal homicides" hér á landi. Þá eru taldar með 5 líkamsárásir, sem leiddu til dauða manns. Ég hefi tekið saman yfirlit yfir manndráp á 'lslandi s.l. 100 ár framin af ásetningi svo og ákærur fyrir slík brot. Heimildir eru lögregluskýrslur, ákærur og dómar. Tekið skal skýrt fram að verið getur að skráin sé ekki tæmandi, einkum á fyrra helmingi tímabilsins, en frekari heimildir voru mér ekki til- tækar. Yfirlitið er þannig: 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.