Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 29
Skattlagning einstaklinga. Skattlagning hjóna hefur á undanförnum áratugum verið eitt um- deildasta atriðið í skattalöggjöf okkar. Allt frá því að almennur tekju- skattur var í lög leiddur hér á landi árið 1921, hefur meginreglan verið sú, að tekjur hjóna hafa verið taldar saman til skattgjalds. Þegar hin almennu tekjuskattslög gengu hér fyrst í gildi, virðist þetta fyrir- komulag ekki hafa vakið verulegar deilur, enda var þétttaka kvenna á hinum almenna vinnumarkaði þá hverfandi lítil og um fjármál hjóna giltu lög nr. 3/1900, þar sem forræði giftrar konu á eigum sínum var mjög takmarkað. Gjörbreyting varð á þessu með lögum nr. 20/1923, og næstu áratugina urðu miklar umbætur á réttarstöðu kvenna á öðr- um sviðum löggjafarinnar. Jafnframt fóru húsmæður í auknum mæli að stunda vinnu utan heimilis. Það var þó ekki fyrr en kringum 1950, að verulega fór að kveða að flutningi tillagna á Alþingi um breytta skipan á skattlagningu hjóna. Á árunum um og eftir 1950 var fluttur fjöldi frumvarpa um þetta efni, og má í meginatriðum flokka þau í tvo hópa. Annars vegar voru frumvörp, þar sem gert var ráð fyrir tekj uhelminga- skiptum milli hjóna í átt við þær tillögur um hjónasköttun, sem fólust i frumvarpi því sem flutt var á næstsíðasta þingi 1976—7. En hins vegar voru frumvörp, sem gerðu ráð fyrir sérsköttun í einhverri mynd. Ekkert þessara frumvarpa náði þó fram að ganga, og ekki urðu á þess- um árum teljandi breytingar á ákvæðum laga um skattlagningu hjóna. Það var ekki fyrr en 1957, að veruleg breyting varð hér á. Á því ári flutti meiri hluti fjárhágsnefndar neðri deildar tillögu til breytingar á stjórnarfrumvarpi um tekjuskatt og eignarskatt, er þá var til með- ferðar á þinginu. Var breytingartillaga þessi flutt að tilmælum ríkis- stjórnarinnar og samin af nefnd, sem skipuð hafði verið til að athuga aðstöðu hjóna til skattgreiðslu og gera tillögur um þau mál. 1 þessum breytingartillögum fólst m.a. reglan um heimild til að draga helming launatekna eiginkonu frá tekjum, áður en skattur er á þær lagður, svo og heimild til sérsköttunar launatekna eiginkonu, væri þess óskað sér- staklega. Hlaut tillaga þessi samþykki þingsins og var birt sem lög nr. 36/1958. Má segja, að hér hafi skattlagning hjóna i megindráttum verið komin í það horf, sem síðan hefur haldist. Regla þessi er mjög hagstæð þeim giftu konum, sem vinna utan heimilis, og leysti hún þannig á áhrifamikinn hátt það fjárhagslega misrétti, sem þær höfðu mátt búa við fram að þessu. Hins vegar breytti hún ekki því megin- atriði, að skattalega séð var gift kona ekki almennt sjálfstæður skatt- þegn. Er reglan ein af fáum í gildandi lögum, sem gerir mun á þegn- unum eftir kynferði. Vil ég halda því fram, að þessi lausn hafi tafið 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.