Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 38
er áiiegt tillag í sérstakan reikning, mótreikning fyrninga, og er það ákveðið hlutfall af þeirri fjárhæð, sem skuldir eru umfram eignir í at- vinnurekstri, aðrar en fyrnanlegar eignir. Hlutfallið miðast við sama verðstuðul og endurmat eigna, og er mótreikningur eða eftirstöðvar hans síðan framreiknaður með árlégum verðbreytingarstuðli. 1 lok hvers árs er síðan reiknuð fyrning á mótreikningnum, nokkurs konar neikvæð fyrning, sem tekjufærð er á móti almennum fyrningum. Það sem í þessum ákvæðum felst, þegar til lengri tíma er litið, er að vextir af skuldum vegna kaupa á fyrnanlegum eignum eru aðeins frádrátt- arbærir að því marki, sem þeir eru hærri en verðbólgustigið, og séu vextir neikvæðir, telst munur á verðbólgurýrnun skuldanna og vöxt- um til tekna. Þessi ákvæði um fyrningar eru öll nýmæli, og hafa áhrif þeirra kannski ekki verið könnuð til hlítar, enda er hér lagt út á áður ókannað svið. Það kann því að vera, að þessum ákvæðum þurfi að breyta, en með þeim er mörkuð meginstefna í þessum málum. Ein af mörgum breytingum, er í lögunum felast, er að söluhagn- aður af öllum eignum öðrum en íbúðarhúsnæði innan vissra stærðar- rnarka, í eigu einstaklinga, er gerður skattskyldur án tillits til eign- arhaldstíma. Reglunum um það, hvað telst söluágóði, er hins vegar gjörbreytt frá ákvæðum eldri laga. Hagnaðurinn telst mismunur á söluverði eignar annars vegar og stofnverði (kostnaðarverði) hennar hins vegar, þegar kostnaðarverðið hefur verið framreiknað með verð- breytingarstuðli og þannig fært til núvirðis. Ef um fyrnanlegar eignir er að ræða, eru áður fengnar fyrningar framreiknaðar til núvirðis með verðbreytingarstuðli hvers fyrningarárs og dregnar frá framreiknuðu stofnverði, áður en söluhagnaður er reiknaður. Um fasteignir er heim- ilt að nota gildandi fasteignamat í ársbyrjun 1979 í stað stofnverðs, hafi skattaðili eignast hið selda fyrir þann tíma. Skattaðila er jafnan heimilt að telja helming söluverðs ófyrnanlegra fasteigna til tekna, í stað söluhagnaðar, sem reiknaður er eftir framangreindum reglum. Með þessu móti má ætla, að komist sé hjá skattlagningu á reiknings- legum söluhagnaði í þeim tilvikum, sem hinn seldi hlutur hefur ekki hækkað meira í verði en nemur almennum verðbreytingum. Hafi verð- hækkun söluhlutar hins vegar verið meiri en þessum almennu verð- breytingum nemur, virðist ekki ósanngjarnt að skattleggja þann hagnað. Sé um að ræða eignir, sem hafa verið mjög lengi í eigu skattaðila, getur framreikningur á upphaflegu kaupverði verið óraunhæfur. Því er mönnum gefinn kostur á að nota fasteignamat 1979 í stað fram- reiknaðs stofnverðs, óski þeir þess fremur. Því miður verður þó að 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.