Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 60
II) Afbrot sem mannsöfnuður eða hópur manna fremur. („Kollektiv kriminalitet"). Afbrot framin af mannfjölda eða hópi manna eru algeng víða erlendis og þekkjast einnig hér á landi. Á fundinum urðu miklar umræður um þetta dag- skrárefni. Er það skiljanlegt því að þessi afbrot geta verið bæði viðkvæm og erfið úrslausnar, t.d. þegar skera þarf úr því hvort og hvenær mannfundur, mótmæli í verki eða verkhindrun brjóti eða kunni að brjóta í bága við refsilög og sé svo talið hverja skuii þá sækja til sakar og hverja ekki. Greinarhöfundur lagði fram greinarstúf í máiinu og segir þar efnislega meðai annars: Það er sjálfsögð grundvallarregla að ef tveir eða fleiri menn vinna verk saman, sem refsing er lögð við í lögum, ber að sækja þá báða eða alla til sakar ef almenn refsiskilyrði eru fyrir hendi. Samkvæmt 70. gr. hinna íslensku hegningarlaga nr. 19, 1940 skal það að jafnaði vera til þyngingar refsingu ef fleiri en einn hafa framið afbrot í sameiningu. Þegar fleiri menn en einn vinna verk eða eiga þátt í verki, sem refsing er lögð við í lögum, geta hæglega komið upp ýmisleg vandamál og vafamál, því að eigi er ávallt sjálfgefið að þeir verði allir sóttir til saka. Hér verður eigi farið nánar út í það mál en aðeins nefnt, að maður er öðrum háður, t.d. vegna fjölskyldubanda eða atvinnutengsla. Ef þannig refsivert athæfi er framið í atvinnurekstri er yfirmaðurinn eða stjórnandinn sóttur til saka en ekki hinn óbreytti starfsmaður, sem verkið hefur unnið, nema um mjög alvarlegt athæfi hafi verið að ræða. í þessu sambandi má nefna praktískt dæmi á Islandi: Ef skip er staðið að ólöglegum veiðum í fiskveiðilandhelginni er aðeins skip- stjórinn sóttur til saka en ekki aðrir skipverjar, sem unnið hafa að veiðunum, þó að þeir hefðu fengið hærri laun vegna meiri afla skipsins. Þá kemur fyrir að hópur manna fremji refsivert athæfi. Upphafið getur verið það, að haldinn er löglegur fundur og að honum loknum er farin lögleg kröfu- eða mótmælaganga að tilteknum stað til að afhenda og leggja áherslu á sam- þykkt fundarins en síðan kemur til upphlaups og óeirða, sem leiða til líkams- meiðinga og eignaskemmda. Á seinustu tímum er einnig farið að bera á því að hagsmunahópar í þjóðfélaginu bindist böndum um að hlíta eigi landslögum og sýni það í verki. í þessum tilvikum getur verið erfitt að draga ákveðna einstaklinga til refsi- ábyrgðar og afla lögfullra sannana fyrir broti þeirra. Meginsjónarmiðin ættu að vera þau að sækja fyrst og fremst leiðtogana til sakar, þá sem hvatt hafa til lögbrotaverka, þá sem hafa framið þau eða tekið þátt í þeim en sleppa þeim, sem ekkert hafa gert í verki eða hafa aðeins verið nærstaddir. Lagaframkvæmd og dómsúrlausnir hér á landi sýnast vera í samræmi við þessi meginsjónarmið. Hér verður eigi farið nánar út í þetta mál en nefnd aðeins eftirtalin dómsmál: 1. Hrd. IV bls. 606 og VI bls. 360: Óeirðir í sambandi við fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur 30. desember 1930 og 7. júlí og 9. nóvember 1932. 2. Hrd. VII bls. 568: Hópur manna í Vestmannaeyjum leysti gæslufanga úr haldi f maí 1933. 3. Hrd. VIII bls. 566: í maí 1934 lenti mannfjöldi á Siglufirði í átökum við lögreglulið, sem var til varnar, þar sem unnið var að fermingu skips, er verka- lýðsfélagið hafði lýst afgreiðslubanni á. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.