Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 40
eign einhleypings. Eignir barna skulu ávallt skattlagðar með eignum foreldranna, og er felld niður heimild sú til sérsköttunar barna, er var í eldri lögum. Framkvæmda- og viðurlagaákvæði. Skipan ríkisskattanefndar er breytt frá því sem verið hefur. Verður nefndin skipuð þremur mönnum, er hafa nefndarstörfin að aðalstarfi. Nú er nefndin skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hafa þeir allir nefndarstörfin að aukastarfi, og taka allir nokkurn þátt í störfum nefndarinnar. Jafnframt verður hin sérstaka skattsektanefnd felld niður og ríkisskattanefnd falið hlutverk hennar. Hlutverk skatt- rannsóknastjóra er nákvæmar skilgreint en verið hefur, þótt ekki sé gerð grundvallarbreyting á verkefnum hans. Þá er opnuð leið til endur- skipulagningar á umboðsmannakerfinu. Hingað til hafa umboðsmenn skattstjóra átt að vera í öllum sveitarfélögum utan aðseturs skatt- stjóra, og hefur starfssvið þeirra verið álcveðið með lögum. Með nýju lögunum er ráðherra í sjálfsvald sett, hvar hann skipar umboðsmenn, og er honum því framvegis óskylt að skipa umboðsmenn t.d. í þeim sveitarfélögum, sem næst eru skattstofum. Jafnframt er nú unnt að ákveða umboðsmönnum misvíðtækt starfssvið eftir aðstæðum á hverj- um stað. Framtalsfrestur er lengdur nokkuð, og reglum um framkvæmd við álagningu skatta og útkomu skattskrár er breytt verulega. í 1. nr. 68/1971 með síðari breytingum var gert ráð fyrir, að skattstofur hafi lokið yfirferð allra framtala fyrir útkomu skattskrár, en hún skyldi koma út eigi síðar en 20. júní ár hvert, og miðaðist kærufrestur við útkomu skrárinnar. 1 reynd hefur skort verulega á, að yfirferð allra framtala væri fulllokið fyrir útkomu skattskrár, og hefur skattstjór- um þó ekki tekist að ganga frá skránni á tilskildum tíma. Á síðari hluta ársins hefur því í mörgum umdæmum orðið að fara aftur yfir þau framtöl, sem ekki vannst tími til að fullskoða fyrir útkomu skattskrár. Framkvæmdin er þannig komin alllangt frá því sem lögin gera ráð fyrir, og þessi vinnubrögð hafa leitt til tvíverknaðar á skattstofunum. Skv. 1. nr. 40/1978 skulu framtöl einstaklinga lögð lítið skoðuð til gi-undvallar við frumálagningu, og skal tilkynning um álágninguna send gjaldendum. Síðari hluti ársins verður notaður til skoðunar á framtölum þeirra. Skattframtöl lögpersóna skulu hins vegar fullskoð- uð, áður en álagning fer fram. Skattskrá kemur síðan út í árslok, þegar búið er að yfirfara öll skattframtöl og úrskurða kærur. Við útkomu hennar eru engin réttaráhrif bundin. 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.