Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 32
króna, en heildargjöld vegna sams konar húsnæðis um 4,4 milljörðum,
þannig að með þessari breytingu falla niður gjaldaliðir umfram tekjur
að fjárhæð 1,2 milljarðar króna.
Þá verða ýmsir minni háttar frádráttarliðir felldir niður. Má meðal
þeirra nefna frádrátt að námi loknu vegna námskostnaðar eftir 20 ára
aldur, sjúkra- og slysadagpeninga, kostnað við öflun bóka, verkfæra-
kostnað, leikarafrádrátt, flugfreyjufrádrátt, messusöngsfrádrátt o.fl.
Mikilvægasta nýmælið varðandi frádráttarliðina er þó það, að skatt-
aðilum er heimilt að reikna sér til frádráttar 10% af launatekjum sín-
um í stað þess að tíunda lífeyrissjóðsiðgjöld, iðgjöld af lífsábyrgð,
iðgjöld til stéttarfélaga, sjúkra- og styrktarsjóða, vaxtagjöld og g'jafir
til menningarmála. Athuganir benda til þess, að u.þ.b. % hlutum gjald-
enda sé hagstætt að velja fremur þennan fasta frádrátt. Það eru
fyrst og fremst þeir, sem hafa verulega vaxtabyrði, sem halda munu
áfram að tíunda hina einstöku liði, en ekki felst í lögunum nein tak-
mörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda. Með þessum fasta frádrætti
ætti framtalsgerð að geta orðið nokkuð einfaldari hjá allstórum hluta
gjaldenda og vinna skattstofanna að sama skapi auðveldari. Þar að
auki ætti þessi aðferð að leiða til aukinnar nákvæmni við staðgreiðslu
opinberra gjalda, verði það kerfi tekið upp. Ekki er þó víst að þessi ein-
földun verði eins mikil og í fljótu bragði gæti virst, því að skattfrelsi
sparifjár er skv. lögunum tengt vaxtagjöldum, og þeir, sem vilja njóta
þess, verða því áfram að telja fram vaxtagjöld sín.
Eins og ég sagði áðan er mörgum mikilvægustu frádráttarliðum
eldri laga haldið í hinum nýju lögum. Ýmsir þeirra eru þó í nokkuð
breyttri mynd. Hingað til hafa vextir af innstæðum í innlendum bönk-
um, sparisjóðum og innlánsdeildum félaga verið skattfrjálsir, ef til-
teknum skilyrðum er fullnægt varðandi skuldastöðu gjaldanda í árs-
lok. Jafnframt eru þessar innstæður undanþegnar framtalsskyldu og
eignarskatti. Innstæður þessar verða nú alltaf framtalsskyldar, en hins
vegar verða vextirnir frádráttarbærir eftir reglum svipuðum þeim og
gilt hafa um skattfrelsið. Þó er gert ráð fyrir, að skilyrði fyrir frá-
dráttarbærni vaxtatekna miðist við vaxtagreiðslur á árinu, en ekki
■skuldastöðu í árslok eins og nú er, enda hefur mönnum hingað til verið
opin sú leið að greiða niður skuldir sínar rétt fyrir áramótin og njóta
þannig skattfrelsis vaxta af sparifé allt árið, enda þótt skuldir þeirra
hafi alla aðra daga en 31. desember numið vei'ulegum fjárhæðum.
Þá er ákvæðum um sj ómannafrádrátt breytt allverulega. Hinn sér-
staki sjómannafrádráttur, sem hefur verið ákveðin upphæð fyrir hvern
mánuð á sjó, og hlífðarfatafrádráttur sjómanna, sem miðast hefur við
126