Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 26
Árni Kolbeinsson deildarstjóri: NÝJU SKATTALÖGIN Ný lög um tekjuskatt og eignarskatt voru samþykkt á Alþingi s.l. vor. Lög þessi nr. 40/1978 öðlast gildi hinn 1. janúar n.k. og koma til framkvæmda við álagningu tekju- og eignarskatts á árinu 1980. Hér er um mjög viðamikinn lagabálk að ræða. Tekjuskattlagning og þar með lög um tekjuskatt og eignarskatt eru uppistaða í heilli fræðigrein lögfræðinnar, skattaréttinum, og því liggur í augum uppi, að efninu verða engin fullnægjandi skil gerð í stuttu máli, hvað þá að tækifæri gefist hér til vísindalegrar umfjöllunar um einstök atriði. Ég tek því þann kost að reyna að gefa stutt yfirlit yfir meginbreytingar, sem í hinum nýju lögum felast, og staldra aðeins við mikilvægustu atriðin. Frumvarp það, sem síðar varð lítið breytt að 1 .nr. 40/1978, var flutt í framhaldi af flutningi frumvarps um sama efni á fyrra þingi, og var, hvað efnisskipun varðar, að mestu byggt á fyrra frumvarpi, þó að ýmsar efnisbreytingar væru gerðar á einstökum ákvæðum. Við samningu þessara frumvarpa var tekinn sá kostur að víkja frá uppbyggingu og greinaröð þágildandi laga. Lög þau, sem hér eru til umræðu, eru því ný frá rótum, og hefur slík grundvallarbreyting á þessu sviði ekki verið gerð síðan 1921, en þá voru í lög leidd fyrstu al- mennu tekjuskattslögin, nr. 74/1921. Það hefur vissulega bæði kosti og galla að víkja svo mjög frá uppbyggingu gömlu laganna. Þeir sem að skattamálum vinna eru gjörkunnugir gömlu efnisröðuninni og úr- skurðir hafa gengið og framkvæmdavenjur myndast um mörg atriði. Hefur þessi háttur því í för með sér, að erfiðara er að átta sig á því, hvaða efnislegar breytingar felast í hinum nýju lögum. Hins vegar eru kostir þess að mínu mati yfirgnæfandi. Unnt er að byggja lögin upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.