Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 50
tölur um þann fjölda, sem lögreglustjórar utan af landi hafa sent inn
af fingraförum.
Tæknideildin hefur yfir að ráða tæki, sem getur skorið úr um það,
hvort tiltekinn blettur sem finnst sé blóðblettur. Hún er hins vegar
ekki í stakk búin til að blóðflokkagreina, þar koma sérfræðingar utan
deildarinnar til sögunnar. Ýmsir möguleikar hafa opnast með nýjum
tækjum. Eitt hár sem finnst á vettvangi getur til dæmis nægt til að
unnt sé, með hjálp sérfræðinga, að blóðflokkagreina viðkomandi aðila.
Mörg af þeim tækjum, sem tæknideildin notar við rannsóknir sínar,
eru mjög athyglisverð. Eitt dæmi er ryksuga, sem nær upp ögnum,
sem mannlegt auga fær ekki séð. Allt sem hún sýgur upp fer á síur,
sem síðan er unnt að skoða í smásjá.
Annað tæki er notað til að rannsaka púður. Með tækinu er unnt að
ganga úr skugga um það, hvort tiltekinn einstaklingur hafi skotið
úr byssu, en nær undantekningarlaust festist eitthvað á þeim sem
hlevpir af.
Ef reynt er að afmá skrásetningarmerki af málmi til dæmis i byss-
um eða vélum, má nú sjá hvað afmáð var. Tæknideildin á tæki, sem
setur af stað viss efnasambönd við ákveðna straumtíðni, og leiðir þetta
í Ijós hvort til dæmis númer eða merki hafa verið numin á brott.
Tæknideildin hefir yfir góðum myndatökubúnaði að ráða og aukið
rými fékkst fyrir myndastofu, er rannsóknarlögregla ríkisins flutti í
eigið húsnæði. Þar eru meðal annars afbrotamenn myndaðir, svo og
ýmis gögn, sem koma við sögu við rannsóknir. Rannsóknarlögreglu-
mennirnir taka allar myndir sjálfir, en þess má geta að forstöðumað-
ur tæknideildar, Ragnar Vignir, er ljósmyndameistari.
HÚSNÆÐI RANNSÓKNARLÖGREGLU RÍKISINS
Embættið starfaði fyrsta árið í Borgartúni 7, en þar er húsnæði,
sem rannsóknarlögregla Reykjavíkur hafði áður notað.
Rannsóknalögregla ríkisins er nú til húsa að Auðbrekku 61 í Kópa-
vogi, í eigin húsnæði, sem er 1470 fermetrar. Húsið er þrjár hæðir.
Á fyrstu hæð er fundarherbergi, sem einnig er notað sem kennslu-
stofa. Þar er einnig mötuneyti, geymslur og tveir fangaklefar.
Á 2. hæð er skrifstofa rannsóknarlögreglustjóra. Tæknideildin hef-
ur þó bróðurpartinn af hæðinni undir sína starfsemi og mun nú hafa
um þrefalt stærra húsnæði en var í Borgartúni 7.
Rannsóknarlögreglumenn hafa herbergi á þriðju hæðinni og þar
hefur endurskoðandi vinnuaðstöðu. Einnig eru þar geymslur.
Húsið er í dag allt komið í notkun.
144