Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 15
Guðrún Erlendsdóttir lektor: Á AÐ LÖGFESTA ÁKVÆÐI UM JAFNRÉTTI KYNJANNA? I. INNGANGUR. Þetta er í fyrsta skipti, sem jafnrétti kynjanna er til umræðu á norrænu lögfræðingaþingi. Jafnrétti í hjúskaparlöggjöfinni var meðal fyrstu efna, sem tekin voru til meðferðar á 1. og 2. norrænu lögfræð- ingaþingunum árin 1872 og 1875. Það er því vel viðeigandi að taka þetta efni til meðferðar á þessu lögfræðingaþingi, og er það í samræmi við breytt álit þjóðfélagsins á hlutverkaskiptingu kynjanna, ekki aðeins innan sifjaréttarins held- ur á öllum sviðum þjóðfélagsins. Nafn þessa erindis gefur e.t.v. ranga hugmynd um það, sem fjallað verður um, því að það er staðreynd, að öll Norðurlöndin hafa þegai' lögfest ákvæði um jafnrétti kynjanna, en í mismunandi ríkum mæli. Réttara heiti á erindinu væri því: I hve ríkum mæli á að lögfesta ákvæði um jafnrétti kynjanna? Island varð fyrst Norðurlandanna til að setja almenna jafnréttis- löggjöf árið 1976 (lög nr. 78/1976). Hér á landi virtist lagasetning vera eðlilegur þáttur í þeirri þróun, sem átt hafði sér stað í jafnréttis- málum undanfarna áratugi. II. ALÞJÓÐLEG OG NORRÆN SAMVINNA Þótt konur og karlar búi við sama lagalegan rétt á Norðurlöndum þá skortir í raun mikið á, að jafnrétti kynjanna ríki á ýmsum sviðum. Þjóðfélagið byggir enn á hefðbundinni hlutverkaskiptingu kynjanna. Þessi hlutverkaskipting sem byggt er á við uppeldi, kennslu og raunar 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.