Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 6
bæði hér á landi og annars staðar, og nægir í því sambandi að líta á gamla taxta og verðlagsskrár. Þrátt fyrir verðbólgu, verðhækkanir og verðbreytingar er mönnum og lögaðilum nauðsynlegt að semja sín á milli um ýmis viðskipti, þar sem samningsaðilar eiga að inna af hendi eitthvert verðmæti gegn greiðslu í öðru verðmæti eða verðmæli, og samningar eiga að gilda tiltölulega iangan tíma. Þetta er þjóðfélagsnauðsyn. Hér verður lítið eitt á það drepið, hvernig með skuli fara, þegar samningar, sem voru eðlilegir og skynsamlegir, þegar þeir voru gerðir, verða vegna áhrifa verðbólgu ósanngjarnir og óhæfir sem slíkir. Ekki er ástæða til þess hér að rifja upp söguna um verðbólguna á íslandi síðustu áratugi. Benda verður á, að hinar Norðurlandaþjóð- irnar berjast einnig við verðbólgu og bera sig illa, þó að verðbólga hjá þeim sé óveruleg miðað við verðbólguna á Islandi. I. Drepið skal lauslega á, hvernig þessum málum er skipað á Norður- löndum. 1. Danmörk. Með lögum nr. 250/1975 var gerð veruleg breyting á dönskum lögum um brot á fjármálasviðinu og viðurlög við þeim. Var þannig breytt ákvæðum 282. gr. og 300. gr. hinna dönsku hegningar- laga. Með sömu lögum var breytt ákvæðum dönsku samningalaganna nr. 242/1917. Meginbreytingin var gerð á 31. gr. samningslaganna, er svaraði í meginatriðum til 7. gr. okurlaganna íslensku nr. 58/1960. Hin nýja 31. gr. hljóðar nú svo: Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari lauk lagaprófi 1940 og var síðan um 15 ára skeið fulltrúi lögmannsins í Reykjavík og borgar- dómara. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1955 og rak frá því ári til ársloka 1965 lögmannsstofu í Reykjavík. Þá var hann skipaður i embætti það, er hann gegnir nú. í grein þeirri, er hér birtist, fjallar Benedikt um áhrif verðbólgu á efndir samninga. Greinin er byggð á fram- söguerindi hans á norræna lögfræðingaþing- inu í Kaupmannahöfn I ágúst s.l., en Benedikt var þar málshefjandi ásamt Finnanum Leif Sevón. Lýst er lagareglum, sem nýlega hafa verið settar í grannlöndunum, fjallað um, hvað æskilegt sé og hugsanlegt hér á landi og settar fram hugmyndir höfundar þar að lútandi. 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.