Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 36
laganna eru kannski fyrst og fremst hugsuð frá pólitískum sjónarhóli sem tilraun til að leiðrétta þetta misræmi milli einkaneyslu og skatt- greiðslu ýmissa atvinnurekenda, sem svo megnri óánægju hefur valdið. Danir tryggja lágmarksskattlagningu atvinnurekenda með því að tak- marka heimildir þeirra til fyrninga, ef lífeyrir þeirra fer niður fyrir eðlilegt mark. Sú aðferð hefur ekki þótt gefa góða raun þar í landi. Hér er önnur leið reynd; hún er engan veginn gallalaus og veltur að sjálfsögðu mest á því, hvernig til tekst um framkvæmd hennar. Skattlagning atvinnureksti*ar. Meðal margra breytinga, sem lögin hafa að geyma um skattlagningu atvinnurekstrar, eru breyttar reglur um fyrningar og söluhagnað hinar mikilvægustu. Verðbólga undanfarinna ára hefur fært margt úr skorð- um í þjóðfélagi okkar. Þau lög sem orðið hafa hvað verst úti í verð- bólgunni eru tekjuskattslögin. Skilgreiningin á því, hvað teljist skatt- skyldar tekjur, hefur frá upphafi verið í skattalögum byggð á stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins. Verðrýrnun krónunnar hefur því á margan hátt leitt til þess, að hefðbundin tekjuuppgjör verða vafasöm og gefa ef til vill alranga mynd af raunverulegri afkomu fyrirtækja og reyndar einnig einstaklinga. Með nýju lögunum er ekki gerð tilraun til að leið- rétta þetta misræmi á öllum sviðum. Hins vegar er reynt að taka tillit til verðbólgunnar varðandi fyrningar og söluhagnað, en einmitt á þess- um sviðum hefur verðbólgan skekkt tekjuuppgjör mest. Fyrningar virðast oftlega meðal almennings vera taldar einhvers konar sérstakt skattahagræði atvinnurekstrarins, sem best væri að losna við með öllu. í raun eru fyrningar ekki annað en útfærsla á þeirri grundvallarreglu, að við uppgjör tekna af atvinnurekstri skuli kostnaður við öflun tekn- anna koma til frádráttar áður en þær eru skattlagðar. Kostnað végna kaupa á hlutum, sem nýtast mörg ár til öflunar tekna, hefur hins vegar ekki þótt rétt að gjaldfæra að fullu á kaupári eignanna, heldur er gjald- færslu hans dreift á nokkurra ára tímabil, venjulega á endingartíma hlutarins. Vegna verðrýrnunar krónunnar hefur gjaldfærsla hins upp- haflega kostnaðar hins vegar orðið ófullnægjandi végna þess að frá- dráttur frá tekjum hin síðari ár endingartímans fæst með verðminni krónum en upphaflega voru greiddar fyrir hlutinn. Þetta hafa eldri tekjuskattslög reynt að leiðrétta með háum fyrningarhlutföllum, sér- stakri verðstuðulsfyrningu og sérstakri 30% flýtifyrningarheimild, en sú tilraun hefur að mati margra ekki gefið góða raun. 1 lögum nr. 40/1978 er brugðist við þessu vandamáli með því, að allar fyrnanlegar eignir eru fyrndar af upphaflegu kostnaðarverði, þegar því hefur verið 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.