Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 39
viðurkennast, að fasteignamatið er ekki jafn traustur grundvöllur við mat á verðmæti eigna og vera þyrfti, en um aðra viðmiðun er vart að ræða í þessu sambandi. Sérreglur gilda um hagnað af sölu íbúðarhúsnæðis innan vissra stærðarmarka, sem er í eigu einstaklinga. Söluhagnaður af slíku hús- næði er alltaf skattfrjáls eftir 5 ára eignarhaldstíma. Eigi sala sér stað innan þeirra tímamarka, má nota söluhagnaðinn til lækkunar á stofn- verði annars íbúðarhúsnæðis, sem keypt er eða byggt í stað hins selda. Skiptir þá hvorki máli, hvort hið selda íbúðarhúsnæði var íbúðarhæft, er sala fór fram, né hvort hið keypta húsnæði er stærra en hið selda var, en hvort tveggja var skilyrði fyrir skattfrelsi söluhagnaðar af íbúðarhúsnæði skv. eldri lögum. Ef menn gefast upp á byggingu of stórs íbúðarhúsnæðis og kaupa sér annað minna í staðinn, ættu þeir því að sleppa við skattlagningu söluhagnaðar skv. nýju lögunum, en slíkur hagnaður var skattskyldur skv. ákvæðum eldri laga. Lögin hafa að geyma fjölmargar aðrar breytingar á skattlagningu atvinnurekstrar en þær sem felast í breyttum reglum um söluhagnað og fyrningar. Meðal þeirra má nefna ákvæðið um, að skylt sé að nota varasjóð til að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi, og lögboðið er að mæta skuli tapi, áður en fé er lagt í varasjóð. Þá verður heimilt að flytja rekstrartöp milli ára án tímatakmörkunar, og nýtt ákvæði er í lögunum um heimild til sérstakrar 5% niðurfærslu á útistandandi við- skiptaskuldum. 1 9. gr. laganna sbr. ákvæði til bráðabirgða II er opnuð mjög áhrifamikil heimild til útgáfu jöfnunai'hlutabréfa, sem miðast mega við raunverulégt verðmæti hreinnar eignar hlutafélags í árslok 1978. Eftir það er útgáfa jöfnunarhlutabréfa bundin almennum verð- hækkunum, eins og verið hefur. Hliðstæð heimild við þessa var veitt á árunum 1971 og 1972. Þessi heimild er þó frábrugðin hinni fyrri að því leyti, að ekki er áskilið, að útgáfa jöfnunarhlutabréfanna fari fram innan tiltekinna tímamarka, eins og gert var með lögum nr. 68/1971. Eignarskattur. Allnokkrar breytingar eru gerðar á eignarskattlágningu. Einna mest áhrif mun hækkað matsverð lausafjár hafa, en það skal talið fram til eignarskatts á endurmetnu stofnverði. Eignarskattstofni hjóna skal skipt að jöfnu milli þeirra, og hvoru um sig er reiknaður skattur af hálfum stofninum. Við útreikning skatts hjá hvoru hjóna gildir sami skattstigi og hjá einhleypingi. Með þessu verður tvöfalt hærri eign skattfrjáls hjá hjónum samanlagt en hjá einhleypingi, en hingað til hefur skattfrjáls eign hjóna einungis verið 50% hærri en skattfrjáls 133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.