Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 35
Með reglum þessum er fyrsta skrefið stigið í þá átt að aðgreina ein- staklinginn frá þeim atvinnurekstri, er hann stundar. Það hefur um margra áratuga skeið verið mönnum víða um heim mikið umhugsunar- efni, hvernig koma mætti fram samræmdri skattlagningu á atvinnu- rekstri án tillits til rekstrarforms. Skattlagning tekna af atvinnurekstri einstaklinga var skv. eldri lögum og reyndar einnig skv. hinum nýju gjörólík þeim reglum, sem gilda um skattlagningu samskonar rekstrar í höndum t.d. hlutafélags. Einstaklingsreksturinn er skattlagður eftir stighækkandi skattstiga, þar sem jaðarskatturinn var 40% skv. eldri lögum, en er 34% skv. hinum nýju, og auk þess nýtur einstaklingurinn persónuafsláttar frá atvinnurekstrartekjum sínum. Á tekjur af at- vinnurekstri lögpersóna var hins vegar lagður 53% skattur skv. eldri lögum en 45% skv. hinum nýju. Þá valda ákvæðin um frádráttarbærni tillaga í varasj óð einnig mismunun, þar sem slík heimild er bundin við lögpersónur en ekki heimil í einstaklingsrekstri. Þessar ólíku reglur geta hæglega leitt til mismunar í skattlagningu og þar með haft veru- leg áhrif á samkeppnisaðstöðu eftir rekstrarformi, þótt starfsemin sé hliðstæð. Ýmsir fræðimenn hafa komið fram með hugmyndir um sérstaka atvinnurekstrarskattlagningu til lausnar á þessum vanda. 1 þeim hug- myndum felst, að allur atvinnurekstur skuli skattlagður sérstaklega án tillits til þess, hvort hann er rekinn af einstaklingi eða lögpersónu, og reksturinn sem slíkur verði ávallt sjálfstæður skattaðili. Afleiðingin af þessu yrði sú, að einstaklingar yrðu aldrei skattlagðir af atvinnu- rekstrartekjum heldur einungis af eignatekjum eða launatekjum og eigandi fyrirtækis yrði þá launþegi fyrirtækisins á svipaðan hátt og forstjóri hlutafélags er skv. gildandi ákvæðum. Með lögum nr. 40/1978 er stigið skref í þessa átt, þótt aðgreiningin á atvinnurekstrinum og manninum, sem að honum stendur, sé ekki útfærð til fulls. Hitt er annað mál, að það hafa kannski verið önnur atriði en hugmyndin um myndun sérstakra skattaréttarlegra lögper- sóna, sem byggðust á sérskattalegum sjónarmiðum, en væru ekki af- leiddar af hinum hefðbundnu lögpersónum, sem mestu hafa ráðið um, að þessi umdeildu ákvæði eru komin inn í lögin. Það er alkunna, að atvinnurekendur hafa að vissu leyti átt fleiri kosta völ en launþegar til að firra sig skattgreiðslum, t.d. með fjárfestingum o'g fyrningum. Afleiðingin hefur orðið sú, að ýmsir aðilar, sem lítið hefur virst skorta til einkaneyslu, hafa verið skattlausir ár eftir ár. Eru mönnum eflaust í fersku minni mótmæli vegna þessa, sem fram komu víða eftir útkomu skattskráa á árinu 1976, t.d. í Bolungarvík og Hveragerði. Þessi ákvæði 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.