Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 27
á rökrænni hátt og kljúfa efni hinna geysilöngu greina áður gildandi laga niður í smærri einingar, sem auðveldara er að vinna með. Efnisskipun laganna. Lögunum er skipt í 13 kafla, og ber hver kafli fyi'irsögn. Auk þess er millifyrirsögn fyrir hverri grein eða greinaflokki innan hvers kafla og ætti hvort tveggja að horfa til hagræðis. í I. kafla laganna er fjallað um skattaðild, þ.e. hvaða aðilar eru skatt- skyldir hér á landi. Er þar gerður munur á ótakmarkaðri skattskyldu og takmarkaðri. Þeir aðilar, sem falla undir ákvæði 1. og 2. gr. laganna, eru skattskyldir hér á landi af öllum tekjum sínum og eignum án tillits til þess, hvar teknanna er aflað eða hvar eignirnar eru. 1 3. gr. er síðan fjallað um skattskyldu annarra aðila, þ.e. um skattskyldu þeirra aðila, sem einungis eru skattskyldir hér á landi vegna tiltekinna tekna sinna eða eigna. II. kafli laganna fjallar um skattskyldar tekjur. Þar er almenn skil- greining á tekjuhugtakinu í 7. gr. en nánari útlistun á einstökum tekju- þáttum í 8.—28. gr. Er í þessum kafla fylgt þeirri meginstefnu, að að- ilar skuli telja sér til tekna sem mest af þeim fjármunum og hlunnind- um, sem þeim hlotnast, en frádráttur er aftur veittur á móti að því er þá fjármuni varðar, sem ekki þykir rétt að skattleggja. Með þessu móti ættu upplýsingar þær, sem fá má af skattaframtölum, að vera betri grundvöllur en nú er undir rökstudda gagnrýni skattyfirvalda á skattframtölum vegna lágs lífeyris, en hinir miklu fjármunir, sem skv. eldri lögum hafa leikið lausum hala utan skattkerfisins, ef svo Árni Kolbeinsson lauk lagaprófi 1973. Hann gerðist sama ár starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu og hefur verið það síðan, frá 1975 deildarstjóri í tekjudeild. Árni var í orlofi 1974 —5 og stundaði þá framhaldsnám í skatta- rétti í Osló. Grein sú, sem hér er birt, er að stofni til byggð á framsöguerindi, sem Árni flutti á fundi í Lögfræðingafélagi íslands 3. maí s.l. Er þess að vænta, að lögfræðingum þyki góður fengur í yfirliti um hinar nýju og mikilvægu skattareglur. Að vísu má vera, að breytingar verði gerðar á vissum atriðum, áður en lögin koma til framkvæmda. Ekki hefur þótt ástæða til að gera breytingar á greininni þess vegna. 121

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.