Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 19
finna hljómgrunn hjá almenningi, og það tel ég ekki að „kynjakvoter- ing“ geri. Slíkar reglur eru í raun andstæðar jafnrétti. Það mun einnig verða erfiðleikum bundið að beita löggjöf með heimild til jákvæðrar mismununar kynjanna, því að það eru mjög skiptar skoðanir um það hvað jákvæð mismunun í rauninni sé. Ég tel því, að þegar til framtíð- arinnar er litið, náist betri árangur, án slíkra ákvæða í lögunum. Með því að vinna að jafnrétti á öllum sviðum þj óðfélagsins, fæst jafnari skipting kynjanna í atvinnulífinu, án þess að fastsettir séu vissir kvótar fyrir kynin. Þegar sett hafa verið lög um jafnrétti kynjanna eins og gert hefur verið á Islandi, þar sem tilgangur laganna er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla, þá hafa stjórnvöld þar með tekið að sér að stuðla að þessu jafnrétti. Stjórnvöldum ber þá skylda til að sjá svo um, að konur og karlar hafi sömu möguleika til menntunar og starfa. Ef sú staða kemur upp, að karl og kona sækja um starf í starfs- grein þar sem annað kynið er allsráðandi, og bæði tvö hafa sömu hæfi- leika og menntun til að bera, þá skal veita þeim aðila starfið, sem er af því kynferði, sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgi'ein. Ég tel sem sagt, að konur verði að vera sömu hæfileikum búnar og karlar, til þess að fá starf, og að ekki eigi að veita þeim forréttindi eingöngu vegna kynferðis þeirra. Sérstakar verndarreglur fyrir konur fela í sér aðra tegund mismun- unar kynjanna. Eins og sagt var hér að framan, þá er það ekki andstætt jafnrétt- issjónarmiðinu, að veita konu sérstök réttindi í sambandi við fæðingu, t.d. rétt til barnsburðarleyfis á fullum launum. Ef setja skal sérstakar verndarreglur vegna fjölskylduskuldbind- inga, þá eiga slíkar reglur ekki aðeins að gilda um konur heldur einnig karla. Taka verður tillit til þess, að þegar jafnrétti verður komið á í raun, þá hefur það í för með sér breytingar á öllum sviðum þjóð- félagsins. Sérstakar verndarreglur fyrir konur hafa oft þau áhrif, að konur útilokast frá vissum þáttum atvinnulífsins. Sérstök lögfest forréttindi fyrir konur geta því leitt til meira misréttis en ríkir í dag. Þótt til- gangurinn með slíkri löggjöf sé að vernda konur, þá hefur árangur- inn verið neikvæður fyrir þær, og er því vafasamur ávinningur af slíkri löggjöf. Tilgangur slíkrar löggjafar hlýtur að eiga að vera sá, að engum manni, karli eða konu, sé skaði búinn af umhverfi sínu eða atvinnu. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.