Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 28
mætti segja, hafa fram að þessu torveldað mjög allt skatteftirlit.
1III. kafla laganna er síðan fjallað um þann frádrátt, sem heimilaður
er frá tekjum þeim, sem skilgreindar voru í II. kafla, og er þar gerður
skýr munur á frádrætti, sem heimilast frá tekjum manna af öðru en
atvinnurekstri annars vegar, og frádrætti frá atvinnurekstrartekjum
hins vegar . Frá hinum fyrrnefndu tekjum er einungis heimilt að draga
þá liði, sem upp eru taldir í 30. gr. laganna, en frá tekjum af atvinnu-
rekstri má draga rekstrarkostnað, þ.e. öll þau útgjöld, sem ganga til
að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, sbr. 31. gr.
I IV. kafla láganna eru síðan ýmis ákvæði varðandi tekjur, sem ekki
þóttu eiga beinlínis heima í öðrum hvorum síðast talinna kafla. Má
þar nefna ákvæði um varasjóð, sameiningu félaga o.fl.
Sú fjárhæð, sem skattur er reiknaður af, nefnist tekjuskattsstofn,
og eru ákvæði um hann í V. kafla laganna. Tekjuskattsstofn þeirra
manna, sem ekki stunda atvinnurekstur, og tekjuskattsstofn lögaðila er
einfaldlega munurinn á tekjum skv. II. kafla laganna og frádrætti skv.
III. kafla þeirra. Þar sem tap af atvinnurekstri er hins vegar ekki frá-
dráttarbært frá öðrum tekjum þeirra manna, er atvinnurekstur stunda,
verður að því er þá varðar, að greina sundur tekjur utan atvinnurekstr-
ar og frádrátt frá þeim annars vegar og tekjur af atvinnurekstri og
frádrátt tengdan rekstrartekj um hins vegar. Er tekjuskattsstofn at-
vinnurekenda summan af þessum tveimur mismunatölum, ef þær eru
báðar jákvæðar, en sé tap af atvinnurekstrinum, er tekjuskattsstofn
þeirra einungis fyrri liðurinn, þ.e. hreinar tekjur utan atvinnurekstrar.
Atvinnurekstrartapið er hins vegar yfirfæranlegt milli ára án tíma-
takmörkunar og er frádráttarbært frá tekjum, er síðar kunna að verða
af rekstrinum.
VI. kafli laganna fjallar síðan um, hvernig tekjuskattur er reikn-
aður af tekjuskattstofninum. I VI. kafla eru einnig ákvæði um barna-
bætur og fleiri atriði.
VII. kafli laganna fjallar um eignarskatt en í VIII. — XIII. kafla
eru ákvæði um framkvæmd láganna, réttarfar, viðurlög og ýmis önnur
atriði.
Ég hef nú í örstuttu máli rakið uppbyggingu laganna og mun nú
snúa mér að því að gera nokkra grein fyrir helstu efnislegu nýmælun-
um, sem þau hafa að geyma. Mun ég fyrst víkja að skattlagningu ein-
staklinga almennt, síðan að hinum umdeildu ákvæðum um skattlagn-
ingu einstaklinga, er atvinnurekstur stunda, og loks að skattlagningu
atvinnurekstrar, og þá fyrst og fremst reglum um fyrningar og sölu-
hagnað.
122