Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 30
verulega fyrir formlegri jafnstöðu kynjanna í skattalegu tilliti, enda er það athyglisvert, að næsta áratuginn er þetta mál lítið í sviðsljós- inu í sölum Alþingis. Málefni þessi hafa aftur komið til umræðu á síð- ustu árum. Valda því aukin barátta fyrir jafnrétti kynjanna og efa- semdir um réttmæti 50% reglunnar, sem veitir skattahagræði, er vex í réttu hlutfalli við tekjur. Deilur um skattlagningu hjóna eru engan vegin séríslenskt fyrirbrigði. Hvarvetna hefur verið hreyfing á þessum málum á undanförnum áratugum, og hefur sitt sýnst hverjum um réttlátustu eða hagkvæmustu lausn þessara mála. Hvai'vetna hefur þróunin þó orðið sú í grannlöndum okkar, að fylgismenn sérsköttunar hafa smátt og smátt orðið ofaná. I Danmörku og Svíþjóð eru tekjur hvors hjóna um sig sérskattaðar að meginstefnu til. Þó gilda í báðum löndunum sérreglur um tekjur hjóna af eignum. 1 Noregi ríkir enn samsköttun, en fyrir norska þinginu liggur nú tillága um að taka upp sérsköttun í svipuðu formi og gildir í Svíþjóð. 1 Finnlandi er einnig um þessar mundir verið að taka upp sérsköttun hjóna. Lögin, sem hér eru til umræðu, hafa að geyma ákvæði í 5. og 63. gr., sem fela í sér takmarkaða sérsköttun hjóna. Er tekjum hjóna skipt í þrjá flokka. Tekjur þær, sem um ræðir í A-lið 7. gr., en þar vega launa- tekjur langþyngst, skulu skattlagðar hjá hvoru hjóna um sig, og frá þeim dragast þeir frádráttarliðir skv. 30. gr. laganna, sem tengjast þessum tekjum. Þær tekjur hjóna, sem um ræðir í C-lið 7. gr., en hér er fyrst og fremst um að ræða tekjur af eignum, skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna, sem hærri hefur hreinar launatekjur eða skyldar tekjur, og frá tekjum þess dragast og frádráttarliðir skv. B- og E-lið 30. gr. Loks skulu atvinnurekstrai'tekjur skattlagðar hjá því hjóna, sem stendur fyrir rekstrinum. Hvort hjóna um sig skal síðan skattlagt eftir sama skattstiga og einhleypingur. Persónuafsláttur hvors hjóna er hinn sami og persónuafsláttur einhleypings. Sá hluti persónuafsláttar, sem öðru hjóna nýtist ekki á móti reiknuðum tekju- skatti eða útsvari, flyst yfir til hins hjóna og dregst frá skatti þess og síðan útsvari á meðan hann endist. Hvort hjóna um sig á að skila sér- stöku framtali. Ein aðalröksemdin gegn sérsköttun hjóna hefur ávallt verið sú, að sérsköttun opnaði hjónum, og þá einkum þeim hjónum, sem hefðu tekjur af eignum eða atvinnurekstri, leiðir til að millifæra þess- ar tekjur sín á milli, þannig að sem mest af tekjunum lenti í lægsta skattstiga. Af þessum sökum hefur hvergi verið lagt út á þá braut í grannlöndum okkar að skipta tekjum af eignum milli hjóna til skatt- lagningar eftir því, hvað hvort um sig teldist eiga. Slíkt er heldur ekki gert með lögum þessum, enda má eflaust segja, að í flestum hjóna- 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.