Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 34
þeim hærri persónuafslátt en öðrum einhleypingum, þ.e.a.s. persónu-
afslátt hjóna. Skv. lögum nr. 40/1978 njóta hins vegar allir menn sama
persónuafsláttar, og því var gripið til þess ráðs að hækka barnabætur
til einstæðra foreldra til að bæta upp missi hins aukna persónuafsláttar.
Með þessari aðferð njóta einstæðir foreldrar í heild töluverðs hág-
ræðis af breytingunni, en hins vegar verður umtalsverð endurdreifing
á skattbyrði innan hópsins, þannig að barnmargir einstæðir foreldrar
njóta verulegs hagræðis. Hins vegar er breytingin heldur óhagstæð
einstæðum foreldrum með eitt barn, ekki síst ef tekjur þeirra eru all-
verulegar.
Skattlagning einstaklinga, er stunda atvinnurekstur.
Meðal umdeildustu ákvæða laganna eru ákvæðin í 2. mgr. 1. tl. A-liðs
7. gr., 59. gr. og 3. tl. 62. gr. um skattlagningu þeirra manna, er stunda
atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. f örstuttu máli fela þessi
ákvæði í sér, að allir þeir, sem atvinnurekstur stunda, skulu reikna
sér laun fyrir vinnu sína við reksturinn, og skulu laun þessi ekki vera
lægri en greidd hefðu verið fyrir hliðstætt starf í þágu óskyldra aðila.
Þessi laun teljast til gjalda í atvinnurekstrinum, en til tekna hjá at-
vinnurekandanum persónulega. Ef aðilar reikna sér ekki slík laun fyrir
vinnu við eigin rekstur, eða þau eru óeðlilega lág, skal skattstjóri
áætla þessi laun. Skal hann þá taka mið af viðmiðunarreglum ríkis-
skattstjóra um laun í hinum ýmsu starfsgreinum og jafnframt taka
tillit til aðstæðna skattaðila, svo sem starfstíma hans, aldurs og heilsu.
Þessi laun eru hins vegar almennt séð óháð afkomu atvinnurekstrarins.
I tengslum við þessi ákvæði er svo sú regla 3. tl. 62 gr., að tap af
atvinnurekstri er aldrei frádráttarbært frá öðrum tekjum atvinnurek-
andans. Hliðstæð ákvæði um áætlun launa atvinnurekanda hafa um
langt árabil verið í lögum um launaskatt og nú síðustu árin einnig
í tekjuskattslögunum, þar sem þeim hefur verið beitt til að takmarka
greiðslur ríkissjóðs á útsvari skattlausra atvinnurekenda. Þessi ákvæði
hafa ekki valdið verulegum framkvæmdaerfiðleikum fram til þessa,
en þar með er ekki sagt, að ákvæði laga nr. 40/1978 geri það ekki.
Má án efa búast við verulegum deilum vegna þessara ákvæða. Hins
vegar er þess að gæta, að viðmiðunartekjur ríkisskattstjóra hafa fram
til þessa verið það lágar í flestum starfsgreinum, að hin reiknuðu laun
hafa oftast verið undir skattskyldumörkum tekjuskatts eða a.m.k.
mjög nálægt þeim. Má því ætla, að áhrifa þessara reglna 'gæti framan
af fyrst og fremst í því, að tap af atvinnurekstri verður ekki frádrátt-
arbært frá öðrum tekjum þess einstaklings, er reksturinn stundar.
128