Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Blaðsíða 18
Slíkar stefnuyfirlýsingar geta haft áhrif á viðhorf almennings, til jafn-
réttismála.
Almenn jafnréttislöggjöf hefur fyrst og frernst þann tilgang að af-
nema allar lagareglur, sem fela í sér formlega mismunun kynjanna.
Auk þess hefur slík löggjöf þann tilgang að flýta fyrir því, að jafn-
rétti kynjanna náist í raun. Sú kynjamismunun, sem ríkir í þjóðfélag-
inu í dag, á rót sína að rekja til viðhorfs fólks til hlutverkaskiptingar
kynjanna. Þegar tímar líða fram, munu reglur, sem banna mismunun
kynjanna, hafa þau áhrif, að viðhorf almennings til þessara hefð-
bundnu hlutverkaskiptingar kynjanna breytast.
Á seinni árum hefur sú hugmynd komið fram, að til þess að raun-
verulegt jafnrétti kynjanna náist sem fyrst, sé nauðsynlegt að setja
reglur, sem leyfi mismunun kynjanna, a.m.k. um stundarsakir. Þetta
hefur haft þær afleiðingar, að fram hafa komið reglur um svokallaða
„jákvæða mismunun“ kynjanna. Með jákvæðri mismunun er átt við
það, að leyft sé að veita öðru kyninu forréttindi, ef tilgangurinn með
því er að afnema raunverulegt misrétti kynjanna. Gott dæmi um já-
kvæða mismunun er „konskvotering". Þetta er þekkt m.a. í Svíþjóð,
þar sem fyrirtæki, sem njóta opinbers fjárstuðnings, verða að hafa
a.m.k. 40% af hvoru kyni í störfum. Jákvæð mismunun kvnjanna hefur
náð nokkurri útbreiðslu, m.a. í norsku jafnréttislögunum, þar sem
tekið er fram, að tilgangur laganna sé sérstaklega að bæta stöðu kon-
unnar, og að það sé ekki andstætt lögunum þótt kynjunum sé mis-
munað, ef það sé í samræmi við tilgang laganna, þ.e. stuðli að jafnrétti
kynjanna. Einnig eru ákvæði, sem heimila jákvæða mismunun kynj-
anna í dönsku lögunum um jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu frá 1978,
og í frumvarpi að sænskum lögum um sama efni. Islensku jafnréttis-
lögin innihalda ekki ákvæði um jákvæða mismunun kvnjanna. Það,
sem helst mælir með reglum um jákvæða ipismunun, er, að það er
líklega fljótlegasta aðferðin til að ná fram raunverulegu jafnrétti. Að-
altilgangurinn með jafnréttislöggjöf er að brjóta niður hlutverkaskipt-
ingu kynjanna í atvinnulífinu og afnema stöðu kvenna sem varavinnu-
afls. Þetta er hægt að gera með reglum um jákvæða mismunun kynjanna
(konskvotering). En það er margt, sem mælir gegn því að hafa ákvæði
um jákvæða mismunun í jafnréttislöggjöf.
Það, sem að mínu mati skiptir mestu máli, er, að sérhver mismunun,
þar með talin jákvæð mismunun, er andstæð jafnréttishugsjóninni.
Ég tel það óheppilegt, að jafnréttislög innihaldi ákvæði um mismun-
un kynjanna og tel það andstætt jafnréttishugsjóninni að veita öðru
kyninu forréttindaaðstöðu. Þegar sett eru ný lög, þá verða þau helst að
112