Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 40
eign einhleypings. Eignir barna skulu ávallt skattlagðar með eignum
foreldranna, og er felld niður heimild sú til sérsköttunar barna, er var
í eldri lögum.
Framkvæmda- og viðurlagaákvæði.
Skipan ríkisskattanefndar er breytt frá því sem verið hefur. Verður
nefndin skipuð þremur mönnum, er hafa nefndarstörfin að aðalstarfi.
Nú er nefndin skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara. Hafa
þeir allir nefndarstörfin að aukastarfi, og taka allir nokkurn þátt í
störfum nefndarinnar. Jafnframt verður hin sérstaka skattsektanefnd
felld niður og ríkisskattanefnd falið hlutverk hennar. Hlutverk skatt-
rannsóknastjóra er nákvæmar skilgreint en verið hefur, þótt ekki sé
gerð grundvallarbreyting á verkefnum hans. Þá er opnuð leið til endur-
skipulagningar á umboðsmannakerfinu. Hingað til hafa umboðsmenn
skattstjóra átt að vera í öllum sveitarfélögum utan aðseturs skatt-
stjóra, og hefur starfssvið þeirra verið álcveðið með lögum. Með nýju
lögunum er ráðherra í sjálfsvald sett, hvar hann skipar umboðsmenn,
og er honum því framvegis óskylt að skipa umboðsmenn t.d. í þeim
sveitarfélögum, sem næst eru skattstofum. Jafnframt er nú unnt að
ákveða umboðsmönnum misvíðtækt starfssvið eftir aðstæðum á hverj-
um stað.
Framtalsfrestur er lengdur nokkuð, og reglum um framkvæmd við
álagningu skatta og útkomu skattskrár er breytt verulega. í 1. nr.
68/1971 með síðari breytingum var gert ráð fyrir, að skattstofur hafi
lokið yfirferð allra framtala fyrir útkomu skattskrár, en hún skyldi
koma út eigi síðar en 20. júní ár hvert, og miðaðist kærufrestur við
útkomu skrárinnar. 1 reynd hefur skort verulega á, að yfirferð allra
framtala væri fulllokið fyrir útkomu skattskrár, og hefur skattstjór-
um þó ekki tekist að ganga frá skránni á tilskildum tíma. Á síðari hluta
ársins hefur því í mörgum umdæmum orðið að fara aftur yfir þau
framtöl, sem ekki vannst tími til að fullskoða fyrir útkomu skattskrár.
Framkvæmdin er þannig komin alllangt frá því sem lögin gera ráð
fyrir, og þessi vinnubrögð hafa leitt til tvíverknaðar á skattstofunum.
Skv. 1. nr. 40/1978 skulu framtöl einstaklinga lögð lítið skoðuð til
gi-undvallar við frumálagningu, og skal tilkynning um álágninguna
send gjaldendum. Síðari hluti ársins verður notaður til skoðunar á
framtölum þeirra. Skattframtöl lögpersóna skulu hins vegar fullskoð-
uð, áður en álagning fer fram. Skattskrá kemur síðan út í árslok, þegar
búið er að yfirfara öll skattframtöl og úrskurða kærur. Við útkomu
hennar eru engin réttaráhrif bundin.
134