Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 29
Skattlagning einstaklinga. Skattlagning hjóna hefur á undanförnum áratugum verið eitt um- deildasta atriðið í skattalöggjöf okkar. Allt frá því að almennur tekju- skattur var í lög leiddur hér á landi árið 1921, hefur meginreglan verið sú, að tekjur hjóna hafa verið taldar saman til skattgjalds. Þegar hin almennu tekjuskattslög gengu hér fyrst í gildi, virðist þetta fyrir- komulag ekki hafa vakið verulegar deilur, enda var þétttaka kvenna á hinum almenna vinnumarkaði þá hverfandi lítil og um fjármál hjóna giltu lög nr. 3/1900, þar sem forræði giftrar konu á eigum sínum var mjög takmarkað. Gjörbreyting varð á þessu með lögum nr. 20/1923, og næstu áratugina urðu miklar umbætur á réttarstöðu kvenna á öðr- um sviðum löggjafarinnar. Jafnframt fóru húsmæður í auknum mæli að stunda vinnu utan heimilis. Það var þó ekki fyrr en kringum 1950, að verulega fór að kveða að flutningi tillagna á Alþingi um breytta skipan á skattlagningu hjóna. Á árunum um og eftir 1950 var fluttur fjöldi frumvarpa um þetta efni, og má í meginatriðum flokka þau í tvo hópa. Annars vegar voru frumvörp, þar sem gert var ráð fyrir tekj uhelminga- skiptum milli hjóna í átt við þær tillögur um hjónasköttun, sem fólust i frumvarpi því sem flutt var á næstsíðasta þingi 1976—7. En hins vegar voru frumvörp, sem gerðu ráð fyrir sérsköttun í einhverri mynd. Ekkert þessara frumvarpa náði þó fram að ganga, og ekki urðu á þess- um árum teljandi breytingar á ákvæðum laga um skattlagningu hjóna. Það var ekki fyrr en 1957, að veruleg breyting varð hér á. Á því ári flutti meiri hluti fjárhágsnefndar neðri deildar tillögu til breytingar á stjórnarfrumvarpi um tekjuskatt og eignarskatt, er þá var til með- ferðar á þinginu. Var breytingartillaga þessi flutt að tilmælum ríkis- stjórnarinnar og samin af nefnd, sem skipuð hafði verið til að athuga aðstöðu hjóna til skattgreiðslu og gera tillögur um þau mál. 1 þessum breytingartillögum fólst m.a. reglan um heimild til að draga helming launatekna eiginkonu frá tekjum, áður en skattur er á þær lagður, svo og heimild til sérsköttunar launatekna eiginkonu, væri þess óskað sér- staklega. Hlaut tillaga þessi samþykki þingsins og var birt sem lög nr. 36/1958. Má segja, að hér hafi skattlagning hjóna i megindráttum verið komin í það horf, sem síðan hefur haldist. Regla þessi er mjög hagstæð þeim giftu konum, sem vinna utan heimilis, og leysti hún þannig á áhrifamikinn hátt það fjárhagslega misrétti, sem þær höfðu mátt búa við fram að þessu. Hins vegar breytti hún ekki því megin- atriði, að skattalega séð var gift kona ekki almennt sjálfstæður skatt- þegn. Er reglan ein af fáum í gildandi lögum, sem gerir mun á þegn- unum eftir kynferði. Vil ég halda því fram, að þessi lausn hafi tafið 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.