Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 6
lega almennu fylgi til þess að koma á því samræmi, sem nauðsynlegt
er, til að auðvelt sé að leysa réttarágreining út af veðkröfum, er tengj-
ast fleiri en einu ríki.
Reglur um sjóveð í sigll. nr. 66/1963 voru sniðnar eftir lagaákvæð-
um, sem giltu um það efni annars staðar á Norðurlöndum. Var megin-
efni reglnanna í samræmi við alþjóðasanming, er gerður vai’ í Briissel
árið 1926. Með sigll. 1963 voru að mestu rofin þau tengsl, sem áður voru
milli reglna um sjóveð í skipi og um takmarkaða ábyi’gð útgerðar-
manns, þannig að horfið var frá því, að eigendur nánar tilgreindra
krafna ættu aðeins aðgang að tilteknum eignum útgerðarmanns (svo-
kölluðum sjófjármunum).!
Hinn 27. maí 1967 var gerður í Briissel nýr alþjóðasamningur um
sjóveð og annars konar veðréttindi í skipum (International Conven-
tion for the Unification of Certain Rules Relating to Maritime Liens
and Mortgages). Samningurinn nær ekki til veðréttar í farmi. Með
gerð nýs alþjóðasamnings í stað samningsins frá 1926 átti að fækka
stórlega kröfum, sem tryggðar væru með sjóveði. Var tilgangurinn
sá að gera mönnum auðveldara að nota skip sem andlag samningsveðs
eða með öðrum orðum að styrkja stöðu eigenda samningsveðréttar.1 2
Þetta tókst ekki nema að nokkru leyti. I samningnum frá 1967 felst
ekki róttæk breyting í þessu efni. Sú mikilvægasta er að fella niður
sjóveð í skipi fyrir kröfum vegna ráðstafana, sem skipstjóri gerir utan
heimilis skips og nauðsynlegar eru til verndar skipi eða framhalds
ferðar.
Danmörk, Noregur og Svíþjóð fullgiltu samning þennan og breyttu
siglingalögum sínum til samræmis við hann. Island er ekki aðili að
samningnum, en reglur sigll. nr. 34/1985 um sjóveð eru í meginatrið-
um sniðnar eftir þeim reglum um sjóveð, sem nú gilda í Skandinavíu,
einkum dönsku reglunum. Islenskar reglur, en þær er að finna í 11.
kafla sigll., eru þó að sumu leyti frábrugðnar skandinavísku fyrir-
myndunum.
Helstu breytingar á sjóveðréttarreglum siglingalaga, er raktar verða
til Brusselsamningsins frá 1967, eru þær, að fellt er niður sjóveð
fyrir fyrrnefndum kröfum vegna ráðstafana skipstjóra, sbr. 5. tl. 216.
gr. sigll. 1963, og kröfum vegna farmtjóns og tjóns á farangri, sbr.
4. tl. 216. gr. sigll. 1963, og að afnumin var sjóveðréttur í farmgjaldi,
1 Sbr. Gaukur Jörundsson, bls. 60, Ólafur Lárusson (1951), bls. 32-33 og 165-166, Þórður
Eyjólfsson (1969), bls. 87-92, Falkanger og Bull, bls. 46 og Rosenmeyer, bls. 53 o. áfr.
2 Alþt. 1984 A, bls. 1053, Betænkning nr. 580/1970, bls. 21 og Rosenmeyer, bls. 55.
68