Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 15
1 2. mgr. 198. gr. sigll. eru sérstakar reglur um rétthæð sjóveða sín á milli. Meginreglan er sú, að sjóveðkröfum í skipi skal fullnægja í þeirri röð töluliða, sem þær eru taldar í 197. gr., og þær, sem taldar eru í sama tölulið, eru jafnréttháar innbyrðis. T. d. verður að greiða sjóveðtryggðar launakröfur að fullu áður en nokkuð er greitt af kröf- um eftir 2.-3. tl. 197. gr. Frá þessari meginreglu eru tvær undantekn- ingar. Hin fyrri er sú, að kröfur um bj örgunarlaun, bætur fyrir að fjarlægja skipsflak og framlög til sameiginlegs sjótjóns, sem sjóveð- réttur fylgir skv. 4. tl. 197. gr., skulu ganga fyrir sjóveðum, sem áð- ur hafa stofnast skv. 1.-3. eða 5. tl. 197. gr. Hin síðari er sú, að af björg- unarlaunakröfum og öðrum kröfum eftir 4. tl. 197. gr. gengur yngri krafa fyrir eldri. Dæmi: Sjóveð fyrir björgunarlaunakröfu frá mars- mánuði gengur fyrir kröfu um laun skipverja fyrir febrúar, en eftir launakröfum fyrir apríl og kröfu um framlag til sameiginlegs sjótjóns í maí. Til grundvallar því, að kröfur eftir 4. tl. njóta forgangsréttar, annars vegar gagnvart öðrum sjóveðkröfum og hins vegar gagnvart eldri kröfum af sama tagi, liggur sú skoðun, að kröfur þessar verði raktar til aðgerða, sem eru almennt til þess fallnar að varðveita veð til hagsbóta fyrir alla lánardrottna. 7. LOK SJÓVEÐRÉTTAR 1 SKIPI Eðlileg lok veðréttar eru þau, að skuldari greiði að fullu kröfu þá, sem veð skal tryggja. Almenna reglan er sú, að sjóveðréttur í skipi helst þangað til rétt greiðsla hefur farið fram. Það hefur því yfirleitt ekki áhrif á sjóveðréttinn, að skip er selt eða breyting verður á skrán- ingu þess, 1. málsl. 1. mgr. 199. gr. sigll. Skiptir þá engu máli um veðréttinn, þótt kaupanda skips sé ókunnugt um hann. Sjóveðréttur fellur ekki niður, þótt eigendaskipti verði að kröfu þeirri, sem hann er til tryggingar. Við framsal eða önnur eigendaskipti að kröfu flyst sjóveðrétturinn til hins nýja kröfuhafa, 210. gr. sigll. Samkvæmt þessu getur t. d. vátryggingafélag, er greitt hefur bætur fyrir farm, sem skemmist í skipi A, er rekst á skip B, öðlast sjóveðrétt í B, sbr. 3. tl. 197. gr. sigll. Reglan í 210. gr. gildir líka um sjóveðrétt í farmi. Hún er í samræmi við þá meginreglu, að veðréttindi fylgja kröfu, ef aðgangskrafa stofnast við greiðslu.37 I siglingalögum annarra Norðurlanda eru aðeins tvær undantekning- ar frá þeirri reglu, að sjóveðréttur haldist, þar til skuldari innir af 37 Gaukur Jörundsson, bls. 71. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.