Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 62

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Qupperneq 62
Álitaefni er hvort dómur Hæstaréttar sá sem hér er um fjallað felur í sér stefnubreytingu í þá átt, að dómstólar fari að leggja sjálfstæð- ara mat á áhrif læknisfræðilegrar örorku á tekjuöflunarhæfi tjónþola, þannig að dragi úr tilhneigingu til stöðlunar bóta. Eða hugsanlega að farið verði að byggja á fjárhagslegu örorkuhugtaki við bótaákvarð- anir. Varasamt er að draga of miklar ályktanir af þessum eina dómi, en líkur eru á því að hann geti skapað nokkra óvissu varðandi bótaákvarð- anir fyrir minni háttar örorkutjón. Virðist mega fullyrða að ósamræmi sé milli þessa dóms og eldri dóma þar sem örorkubætur hafa jafnan verið dæmdar fyrir minni háttar örorku þrátt fyrir litlar líkur á tekj u- röskun. Sem dæmi má nefna Hrd. 1066:1015. I því máli hlaut lögreglu- maður 2% varanlega örorku vegna áverka á litla fingri hægri handar. Tjónvaldur var dæmdur til að greiða honum örorkubætur, enda þótt hann væri ríkisstarfsmaður og héldi óskertum launum eftir slysið. Ef hugað er að orðalagi í dómi Hæstaréttar þá segir þar: „Litlar líkur verður að telja á því að aflahæfi stefnda hafi skerst til framtíðar vegna þessara meiðsla". Álitaefni er hvor á að bera áhættuna tjónþoli eða tjónvaldur á því að tjón verði þrátt fyrir litlar líkur. Fram að þessu hefur sú áhætta jafnan verið lögð á tjónvald. Þegar um lágt örorkustig er að ræða eru oft sáralitlar líkur á því að af slysi hljótist fjártjón. Því hefur stundum verið haldið fram að þegar svo standi á megi telja hluta miskans bættan með örorku- bótum, enda felist þá oft mat á miska í læknisfræðilegu örorkumati. Er í því sambandi bent á lágar fjárhæðir miskabóta. Telja verður þó eðlilegri leið þegar svo stendur á að ákvarða eingöngu miskabætur, enda tekjumælikvarðinn almennt óeðlilegur við ákvörðun bóta fyrir miska. Hins vegar virðist eðlilegt að gera ráð fyrir því að ef ekki eru dæmdar örorkubætur vegna minniháttar örorku verði afleiðingin hækk- un miskabóta sem æskilegt væri að yrðu að einhverju leyti staðlaðar. Engin merki sjást um hækkun miskabóta í dómi Hæstaréttar þótt hafnað sé kröfu um örorkubætur. Miskabætur eru dæmdar kr. 50.000,— sem er bæði vegna tímabundins og varanlegs miska. Fram kemur að tjónþoli býr við allnokkur óþægindi í heilt ár, hann gengst undir að- gerð og er óvinnufær í einn mánuð auk óþæginda til frambúðar. Ef skýra á dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér þá breytingu á gildandi dómvenju að ekki skuli ákvarðaðar örorkubætur fyrir minni háttar örorku ef litlar líkur eru á tekjuskerðingu, kemur á óvart lág fjárhæð dæmdra miskabóta og samræmist ekki ofangreindum sjónar- miðum. 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.