Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Síða 63
NIÐURSTAÐA OG LOKAORÐ Heildarniðurstaða mín er sú að ekki sé unnt að draga almennar ályktanir af þessum eina dómi. Hæstiréttur hafnar kröfu um bætur fyrir varanlega örorku, þótt fyrir liggi læknisfræðilegt mat á örorku sem ekki hefur verið hrundið sem slíku. Höfnun kröfu um bætur fyrir varanlega örorku leiðir ekki til þess að hærri bætur séu dæmdar fyrir miska en ella. 1 máli þessu eru bætur fyrir varanlegt líkamstjón því mjög lágar. Engin skýring kemur fram í dóminum á því hvers vegna vikið er frá því sem tíðkast hefur, þ. e. að dæma örorkubætur fyrir minni háttar örorku þótt litlar líkur megi telja á tekjuröskun. Er bagalegt að þá skýringu vantar og fallið til þess að skapa óvissu. Hér að framan var nefnt að á öðrum Norðurlöndum en á íslandi hafa verið sett almenn skaðabótalög, þar sem m. a. eru ákvæði um bætur fyrir lífs- og líkamstjón. Álitaefni er hvort ekki er nauðsyn á lagasetningu hér á landi ef breyta á reglum um ákvarðanir bóta fyrir lífs- og líkamstjón. Hyggist Hæstiréttur koma á slíkum breytingum virðist nauðsynlegt, að það komi skýrt og greinilega fram í dóms- forsendum. 125

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.