Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 22
10. AFSTAÐA ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA
Haustið 1951 leitaði ríkisstjórn íslands eftir samþykki Alþingis við aðild
íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu. Framsögumaður var þáverandi
dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, og í ræðu sinni sagði hann m.a.:32
Um þau réttindi, sem hér eru talin, er það í stuttu máli að segja, að í öllu því, sem
nokkru máli skiptir, þá eru þau réttindi nú þegar beinlínis veitt borgurunum berum
orðum í íslenskri löggjöf, að nokkru leyti í sjálfri stj.skr., eða þá að það eru slík
grundvallarréttindi, að þau eru talin felast í meginreglum íslenzkra laga, jafnvel þó að
ekki sé berum orðum fram tekið. Þess vegna má segja, að 1. kafli þessa samnings sé hér
á landi engin nýjung, því að þar eru talin upp þau réttindi, sem borgararnir þegar hafa
notið og talin eru sjálfsagður þáttur í verndun íslenzkra borgara gegn ofurvaldi
ríkisvaldsins eða ásælni af annarra hálfu.
Með þessari afstöðu var íslenska ríkisstjórnin að tilkynna, að samanburður á
ákvæðum MSE og íslenskra laga leiddi til þeirrar niðurstöðu, að ekki þyrfti að
gera neinar breytingar á íslenskum lögum. Hvorki þyrfti að afnema gildandi sett
lög, breyta ákvæðum í íslenskum lögum eða setja ný lög. Taldi ríkisstjórnin öll
þau réttindi, sem veitt væri vernd í MSE, njóta verndar í settum íslenskum
lögum, stjórnarskrá eða í óskráðum meginreglum íslenskra laga. Því væri engin
nýjung hér á landi í efnisákvæðum sáttmálans.
Þar sem afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar virðist hafa verið svo afdráttar-
laus, sem framanrituð orð bera með sér, þá hefur augljóslega ekki verið rædd til
neinnar hlítar hugsanleg þörf á að lögfesta sáttmálann í heild eða einstaka hluta
hans.
Á sambærileg sjónarmið reyndi þegar ísland gerðist aðili að ASBS 1978. í
skýrslu ríkisstjórnarinnar hinn 31. mars 1981 til Mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna segir m.a.:33
“C. Applicability of the Covenant under Icelandic Law.
17. It is a principle of Icelandic Iaw that the rules of international law do not have the
force of law in Iceland. This applies equally to treaties to which Iceland is a party. Their
provisions cannot be applied vis-á-vis Icelandic citizens unless they have been
incorporated in Icelandic law. Such treaties are of course binding upon Iceland vis-á-vis
other countries. Moreover, Icelandic courts as a rule seek to interpret Icelandic law in
accordance with such treaties.
18. When the question of ratification of the Covenant was studied it was considered
that its provisions were completely in accordance with existing Icelandic Iaw, with the
32Samkvæmt tilvitnun í dómi Hæstaréttar 9. janúar 1990.
33CCPR/C/10/Add.4. Höfundi er ekki kunnugt um tilvist íslenskrar þýðingar á skýrslu þessari.
16