Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 9
vanefnd sé fólgin í því, að minni háttar galli er á greiðslu annars aðila. Gagnaðili geti þá krafist þess, að greiðsla sín lækki að sömu tiltölu og galli rýrir verðgildi greiðslu hins.7 Yngri höfundar hafa bent á, að framangreind skilgreining á eðli afsláttar sé eðlileg, þegar magni hins selda er áfátt. Skilgreiningunni hafi hins vegar verið beitt í víðtækara mæli, t.d. varðandi gæðaeiginleika hins selda. Ágalli á gæðum, sem rýri verðgildi söluhlutar um 20%, leiði til þess, að kaupandi fái aðeins 80% af því verðmæti, sem hann átti að fá, og í samræmi við það eigi kaupandi einungis að greiða 80% af umsömdu kaupverði. I yngri ritum er lögð meiri áhersla á að lýsa því samhengi, sem er á milli afsláttar og skaðabóta. Eiginlegar skaðabætur vegna galla á gagngjaldinu eru venjulega greiddar í því formi, að eigin greiðsla er lækkuð, en lækkunin er fundin út eftir öðrum leiðum en þeim, sem eiga við um afslátt. Afsláttur er stundum skilgreindur sem skaðabætur, þar sem bætumar eru ákvarðaðar eftir sérstökum aðferðum. Er munur afsláttar og „venjulegra“ skaðabóta þá talinn sá, að fjárhæð skaðabóta, þegar um afslátt er að ræða, tekur ekki mið af hinu raunverulega tjóni, heldur kaupverðinu.8 2. SAMANBURÐUR Á AFSLÆTTI OG ÖÐRUM VANEFNDA- ÚRRÆÐUM 2.1 Almennt Eins og áður segir, er afsláttur vanefndaúrræði, sem samningsaðili getur beitt í tilefni vanefndar viðsemjanda síns, og þá oftast vegna þess, að á gagngjaldinu er galli. Sá, sem fær gallaða greiðslu í hendur og vill beita vanefndaúrræðum, stendur frammi fyrir vali á úrræði, sem heppilegast er að beita í tilefni van- efndarinnar. Stendur valið þá oftast á milli þess að krefjast riftunar, skaðabóta, afsláttar eða jafnvel efnda in natura.9 Ef kaupandi krefst afsláttar af kaupverði, getur hann að sjálfsögðu ekki samhliða krafist skaðabóta fyrir þá verðrýmum, sem afslátturinn bætir honum. Þá getur hann heldur ekki samhliða krafist afsláttar af kaupverði og skaðabóta vegna kostnaðar við að bæta úr galla. Hins vegar hefur verið talið, að kaupandi geti samhliða afslætti krafist skaðabóta fyrir það tjón, sem hann hefur beðið við að staðreyna gallann, sbr. H 1967 108 (Bugðulækur), eða við að gera for- 7 Sjá t.d. Julius Lassen: Obligationsretten, Almindelig Del, 3. útg. Kaupmannahöfn 1920, bls. 513, og Tore Almén: Om Köp och byte av Iös egendom, 4. útg. 1960, bls. 587. Sjá einnig Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. bls. 33. 8 Sjá t.d. Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 286-287; Rnut Rodhe: Obligationsratt, Stockholm 1956, bls. 467, 552 og 559 o.áfr; sami höfundur: Larobok i Obligationsratt, bls. 205, 239 og 241; Stig Jörgensen: Fire obligationsretlige afhandlinger. TFR 1964, bls. 492; Per Augdahl: Den norske obligasjonsretts almindelige del, bls. 183- 184; Anders Vinding Kruse: Kobsretten. bls. 20. 9 Um hugtakið efndir in natura og inntak kröfunnar um slíkar efndir sjá Þorgeir Örlygsson: Efndir in natura (Handrit til kennslu við lagadeild Háskóla Islands), Reykjavík 1994, bls. 1- 2 og bls. 31-35. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.