Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 13
verðákvæði gagnkvæmra samninga oft verið leiðrétt, en þá yfirleitt til hækkunar. Sjá t.d. H 1983 1179 (Tangalóð) og H 1955 691 (Laxagata).21 Til þess að afslætti verði beitt, þarf ákveðnum „tæknilegum“ skilyrðum að vera fullnægt, a.m.k. ef svo er litið á, að ákvörðun afsláttar byggi á nákvæmum útreikningi: Eigin greiðsla þess, sem afsláttar krefst, þarf að vera skiptileg, eins og er með peningagreiðslur. Til staðar þarf að vera vanefnd, sem rýrir gagngreiðsluna, eins og þegar um galla og vanheimild er að ræða. Það á hins vegar ekki við um greiðsludrátt almennt séð, sbr. þó það, sem áður segir um drátt á afhendingu eða úrbótum á leiguhúsnæði. Hægt þarf að vera að meta gagngreiðsluna þannig, að mismunandi niðurstaða fáist, annars vegar eins og gagngreiðslan er með galla og hins vegar eins og hún er án galla. Mat á hinu síðastnefnda getur oft verið erfitt, og þá alveg sérstaklega í fasteignakaupum, eins og nánar verður rakið síðar. Kostir afsláttar sem vanefndaúrræðis lýsa sér helst í því, að vanefnd sú, sem heimilar beitingu úrræðisins, þarf ekki að vera veruleg. Er þá ekki litið á verðrýrnunina sem forsendu eða ákvörðunarástæðu fyrir kaupunum, heldur einungis fyrir kaupverðinu.22 Um forsendusjónarmið í íslenskum dómum sjá annars vegar H 1947 518 (Spítalastígur) og hins vegar H 1990 506 (Breiða- bakki). Af þessu leiðir, að um er að ræða rýmri skilyrði til þess að krefjast afsláttar heldur en skaðabóta. Þó er rétt að hafa í huga, að mjög smávægileg verðmætisrýrnun (ba|atellig) kemur ekki til álita, þ.e. getur ekki verið grundvöllur afsláttar. A það sérstaklega við í fasteignakaupum.23 Sá, sem krefst afsláttar, þarf ekki að sanna sök á viðsemjanda sinn. Hægt er að krefjast afsláttar í tilefni galla á söluhlut, þótt seljandinn hafi ekki vitað um gallann.24 Sjá t.d. H 1989 199 (Valtaradómur) og sératkvæði í H 1993 132 (Akranes). í H 1996, 29. febrúar í málinu nr. 311/1994 (Honda Accord) segir m.a. svo: „Verður þannig að byggja á því, að akstur bifreiðarinnar hafi sem þessu nemur í reynd verið meiri en þeir 84.000 kílómetrar, sem greint var frá í afsali stefnda til áfrýjanda. Af þessari ástæðu og með vísan til 1. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup á áfrýjandi rétt til afsláttar af kaupverðinu án tillits til þess, hvort stefnda mátti vera kunnugt um þessi atvik“. Einnig í þessu tilliti er heimildin til þess að krefjast afsláttar rýmri, heldur en heimildin til að krefjast skaðabóta. Það er hagstæðara fyrir kaupanda að krefjast afsláttar heldur en riftunar, ef kaupandi vill halda söluhlut þrátt fyrir galla þann, sem á hlutnum er. Þá er það 21 Sjá um það efni nánar Þorgeir Örlygsson: „Lögfesting almennrar ógildingarreglu í III. kafla laga nr. 7/1936“, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 102 o.áfr. 22 Anders Vinding Kruse: Ejendomsk0b, bls. 124 og 131 og sami höfundur: Kdbsretten, bls. 20. 23 Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 166-167 og Obligationsret, 2. del, bls. 131; Anders Vinding Kruse: Köbsretten, bls. 76 og 124; Henry Ussing: Köb, bls. 130; Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett. bls. 289. 24 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 130. 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.