Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 18
4.4 Leigusamningar Leigutaki á rétt til afsláttar, ef hið leigða hefur verið haldið galla, sbr. 3. mgr. 17. gr. húsleigulaga. Um slrkan rétt getur og verið að ræða, ef leigutaki hefur ekki haft umráð leiguhlutar og not nema hluta af umsömdum leigutíma. Sama getur átt við um aðrar viðvarandi greiðslur.38 Ætla verður, að sami fyrirvari gildi varðandi leigusamninga og í kaupum, að óverulegir annmarkar geti ekki veitt rétt til afsláttar.39 4.5 Verksamningar Um verksamninga gildir sú meginregla, að verktaka er bæði rétt og skylt að bæta úr galla á verki. Fullnægi verktaki ekki þeirri skyldu, getur verkkaupi krafið verktaka um greiðslu kostnaðar af úrbótum. Ef úrbætur eru ekki mögulegar eða þeirra verður ekki krafist vegna óhóflegs kostnaðar, sem þær hefðu í för með sér, á verkkaupi rétt á afslætti.40 Sjá um þetta efni nánar kafla 1 hér að framan. Á það hefur verið bent, að um það megi deila, hvort hér sé rétt að tala um afslátt.41 Sjá til athugunar H 1988 631 (Sumarbústaður). 4.6 Vinnusamningar Vinnuveitandi getur krafist afsláttar af launagreiðslum í réttu hlutfalli við ólögmætar fjarvistir starfsmanns, en tæplega í öðrum tilvikum.42 Ber í því 38 Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 23, og sami höfundur: Obligationsret, 2. del, bls. 132; Carl Jacob Amholm: Alniindelig Obligasjonsrett, bls. 290; Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 105. 39 Sjá t.d. Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 290. 40 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 125; Erik Hörlyck: Entrepris- retlige Noter. Kaupmannahöfn 1990, bls. 50; H.H. Vagner: Entrepriseret, Kaupmannahöfn 1988, bls. 170; Páll Sigurðsson: Verksamningar, bls. 178-179; Þorgeir Örlygsson: Efndir in natura, bls. 33. IIST 30, Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir, 3. útgáfa 1989, segir í grein 28.11., að valdi lagfæring óeðlilega miklum kostnaði miðað við þann ávinning, sem af lagfæringu leiðir, geti verkkaupi ekki krafist þess, að gallinn sé lagfærður eða krafist greiðslu þess kostnaðar, sem verktaki annars yrði fyrir, ef hann myndi lagfæra gallann. Verkkaupi getur þess í stað krafist afsláttar úr hendi verktaka, sem samsvarar þeirri verðrýrnun, er verður á verkinu vegna gallans. Afslátturinn skal þó aldrei nema lægri upphæð en samsvarar þeim sparnaði, sem verktakinn kann að hafa haft af því að vinna verkið ekki í samræmi við verksamning. 41 Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 290-291, bendir á, að vissa samsvörun með afslætti megi finna í einstaka reglum, sem veiti öðrum samningsaðila rétt til endurgjalds fyrir þann hagnað, sem gagnaðili hefur af því að reiða fram greiðslu, sem ekki er í samræmi við efni samnings, t.d. þegar verktaki hefur notað lélegra efni til verks, en um var samið. Sjá einnig Tore Sandvik: Entreprenprrisikoen, Osló 1966, bls. 400 - 406. 42 Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 286; Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 126 og 130; H.G. Carlsen: Funktionærret, Kaupmannahöfn 1989, bls. 238; Per Jacobsen: Kollektiv Arbejdsret, Kaupmannahöfn 1987, bls. 349; Ole Hasselbach: Ansættelsesretten, Kaupmannahöfn 1985, bls. 296. 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.