Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 19
sambandi að hafa í huga, að á tjóni, sem starfsmaður veldur og er að rekja til ófullkomins handbragðs hans eða reynsluleysis, ber starfsmaður ekki ábyrgð gagnvart vinnuveitanda, nema í grófustu tilvikum.43 5. ÚTREIKNINGUR AFSLÁTTAR 5.1 Ákvæði 42. og 43. gr. kaupalaga nr. 39/1992 I 42. og 43. gr. kpl. er talað um afslátt „að tiltölu“ og „tiltölulegan afslátt af kaupverði“. Með hinu tilvitnaða orðalagi er átt við það, að sama hlutfall skuli vera annars vegar milli umsamins kaupverðs og þeirrar fjárhæðar er greiða skal (afsláttarverðs), og hins vegar milli verðmætis söluhlutar með galla og án galla. Sjá nánar kafla 3.1 og 3.2. Á það hefur verið bent, að ein af ástæðum þess, að afsláttar er tiltölulega sjaldan krafist í gallamálum samanborið við riftun og skaðabætur, sé sú, að erfitt sé að setja saman sannfærandi kröfugerð um afslátt í krónum og aurum talið og færa töluleg rök fyrir henni.44 í norrænum rétti45 hefur þó verið talið, að afslátt að tiltölu megi finna með eftirfarandi formúlu, þar sem X táknar afsláttarverðið: _________X________ . Sannvirði hins gallaða hlutar Umsamið kaupverð Sannvirði ógallaðs hlutar Eins og á hefur verið bent, er hér ekki um flókinn reikning að ræða, en vandamálin koma í ljós, þegar reynt er að setja tölur inn í formúluna. Kaupverðið er yfirleitt auðvelt að staðreyna. Sannvirði ógallaðs hlutar má leiða í ljós með ýmsum hætti, t.d. með upplýsingum frá sölu- og dreifingar- aðilum, ef urn nýjan hlut er að ræða eða hlut með tiltölulega fast markaðsverð. í öðrum tilvikum getur þurft að kveðja til sérfróða meðdómsmenn til að meta eða áætla sannvirði á kaupsamningsdegi, t.d. þegar um kaup á notuðum hlutum er að ræða.46 Afsláttur af kaupverði er staðgreiðslufjárhæð, og því verður að reikna afsláttinn út frá staðgreiðsluverði. Ef umsamið kaupverð er ekki stað- greiðsluverð, heldur samsett úr mörgum þáttum eins og útborgun, yfirtöku 43 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 180 - 181. 44 Sjá t.d. Sigurður T. Magnússon: „Hæstaréttardómar 16. desember 1988 og 14. febrúar 1989 um afslátt á grundvelli 1. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922“, Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 39. árg., 1989, bls. 64. 45 Sjá t.d. Henry Ussing: Kol). bls. 129; Anders Vinding Kruse: Ejendomskdb, bls. 124; Bemhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 132; Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 114; Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, bls. 364; Sjá einnig Knut Rodhe: Obligationsrátt, bls. 559. 46 Sjá t.d. Sigurður T. Magnússon, bls. 64-65. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.