Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 20
áhvílandi skulda og eftirstöðvabréfi, sem kaupandi gefur út, verður að umreikna (diskontera) verðið til staðgreiðsluvirðis.47 Eins og áður segir, má yfirleitt ganga út frá því, að hlutur hafi verið keyptur á sannvirði ógallaðs hlutar, sbr. t.d. H 1988 1570 (Skurðgröfudómur) og H 1995 1401 (Bakkahlíð), nema aðilar geri líklegt, að hlutur hafi verið keyptur yfir eða undir sannvirði. Meiri erfiðleikum er hins vegar bundið að finna sannvirði gallaðs hlutar, þ.e. verðmæti hans að teknu tilliti til gallans. Verðmætisrýrnun hlutar getur t.d. lýst sér í takmörkuðum notkunarmöguleikum, viðgerðarkostnaði, varahlutum, lækkuðu endursöluverði eða fyrirsjáanlega lækkuðu endursöluverði. Slíkt tjón eða verðrýrnun má þó finna eftir ýmsum leiðum, t.d. með mati dómkvaddra manna, þar sem lagt er mat á sannvirði gallaðs hlutar á kaupsamningsdegi. Ef viðgerð þarf að fara fram, þurfa matsmenn að meta tjónið, áður en gert er við hlutinn. Sjá til athugunar H 1994 133 (Honda Prelude). Hafi nýir varahlutir verið settir í gamlan söluhlut, er rétt að matsmenn meti þá verðmætisaukningu, sem við það verður á söluhlut.48 í H 1988 1570 (Skurðgröfudómur) kom fram, að við ákvörðun afsláttar í því máli yrði annars vegar að hafa í huga, að um gamalt tæki væri að ræða, sem í hefðu verið settir nýir hlutir, og svo hins vegar til vinnulauna. Sjá til athugunar H 1994 1421 (Langamýri). Við útreikning á verðmun greiðslunnar, annars vegar eins og hún er með galla, og hins vegar eins og hún myndi vera án galla, verður að taka mið af verðlaginu á afhendingardegi. Sjá til athugunar H 1989 199 (Valtaradómur) 49 Afsláttur reiknast af umsömdu kaupverði, en ekki sannvirði hlutar. Því er hagstæðara að krefjast afsláttar en skaðabóta, ef hlutur hefur verið keyptur yfír sannvirði.50 Þetta má útskýra með dæmi: Sannvirði ógallaðs hlutar er kr. 1.000, en sannvirði hlutarins með galla er kr. 900. Kaupverðið var kr. 1.200. I þessu tilviki yrði afsláttur kr. 120, þ.e. 1/10 af kaupverði. Afsláttarverðið, þ.e. hið rétta verð, er þá kr. 1.080. í formúlunni lítur þetta þannig út: X . 900 1.200 ' 1.000 Hér er X, þ.e. afsláttarverðið, kr. 1.080, þ.e. 1.200 - 120 (1/10 af 1.200): 1.080. Skaðabætur yrðu kr. 100, þ.e. ef þær eru reiknaðar út frá verðmætisrýrn- uninni einni. 47 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 133 og UfR 1981. 286 (H). Sjá til athugunar matsbeiðni í H 1989 199 (Valtaradómur). 48 Sigurður T. Magnússon, bls. 65. 49 Henry Ussing: Köb, bls. 130. 50 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 132; Carl Jacob Amholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 286; Henry Ussing: K0b. bls. 130; Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 115. 170

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.