Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 24
í H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg) sagði m.a., að kaupandi þætti eiga rétt til nokkurs afsláttar af kaupverði hússins, og þætti sá afsláttur hæfilega ákveðinn 2.500 krónur. H 1982 934 (Þingvallastræti á Akureyri). Héraðsdómur dæmdi skaðabætur 1.000.000 krónur vegna skorts á áskildum kostum. Meiri hluti Hæstaréttar sýknaði af bótakröfunni. Minni hluti Hæstaréttar dæmdi afslátt, og sagði m.a. svo í forsendum hans: „Vegna þess, hve hinn leyndi galli var stórfelldur, tel ég, að seljandi beri ábyrgð á honum, hvort sem hann vissi af honum eða ekki. Af þessum sökum álít ég, að kaupandi eigi rétt á afslætti af kaupverðinu ... Afsláttur þessi er hæfilega metinn til fjár í héraðsdómi ...“. í H 1993 839 (Safamýri) er vitnað til matsgerðar dómkvaddra manna, þar sem fram komi, að hlaðin hús seljist yfirleitt 5-7% lægra verði en steinsteypt hús. Umrædd fasteign hefði því átt að vera 5% lægri í verði, vegna þess að húsið var hlaðið en ekki steinsteypt. „Hin selda eign hafði því ekki þá eiginleika, sem við kaupin var af hálfu stefnda talað um, að hún hefði. Með lögjöfnun frá 42. gr. kaupalaga ... á stefnandi því rétt á afslætti, sem nemi þeirri hlutfallslegu verðrýrnun, sem gallinn nemur og matsmenn hafa metið 5%. Verða kröfur stefnanda því teknar til greina“. í H 1996, 18. janúar (Sturla Haraldsson) í málinu nr. 169/1994 segir: „Það leiðir af reglum um afslátt sem úrræðis vegna vanefnda á gagnkvæmum samningi, að lækka ber greiðslu stefndu í hlutfalli við kaupverð. Þykir mega ákveða afslátt að álitum í einu lagi. Þegar litið er til þess, sem að framan er rakið, svo og þess að matsmenn miða fjárhæðir við verðlag í september 1993, þykir afsláttur hæfilega metinn ...“. I H 1995 1401 (Bakkahlíð) segir, að afsláttur þyki hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Hefði þess þá meðal annars verið gætt, að kaupendur hafi ekki krafist greiðslu fyrir jarðvegsskipti við húsið, heldur einungis vegna jarðvatnslagnanna sjálfra. í H 1995 1136 (Bólstaðarhlíð) þótti afsláttur hæfilega ákveðinn 20.000 krónur, en 400.000 krónur í H 1994 1421 (Langamýri). 6. AFSLÁTTUR DÆMDUR, ÞÓTT HANS HAFI EIGI VERIÐ KRAFIST 6.1 Almennt um kröfugerð í gallamálum í kafla 2 hér að framan er gerður stuttur samanburður á þeim helstu vanefndaúrræðum, sem til greina geta komið, þegar söluhlutur er haldinn galla, þ.e. á riftun, skaðabótum og afslætti. Afsláttar verður að sjálfsögðu ekki krafist samhliða kröfu um riftun eða skaðabætur vegna sama galla. Sá, er beita vill vanefndaúrræðum í tilefni galla, verður að velja á milli vanefndaúrræða. I þessu sambandi ber að hafa í huga, að riftun er sú krafa, sem lengst gengur, og krafa um skaðabætur gengur lengra en afsláttarkrafa. í H 1990 506 (Breiðabakki) tók héraðsdómur fram, að sú staðreynd, að kaupendum hefði verið boðin riftun, sem þeir höfnuðu, breytti ekki réttarstöðu þeirra varðandi 174

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.