Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 25
kröfu þeirra um afslátt. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um rétt kaupenda til afsláttar. Athugun á dómum í gallamálum sýnir, að það er frekar sjaldgæft, að afsláttar- krafa sé höfð uppi berum orðum. Aðeins einn dómur er sjáanlegur, þar sem eingöngu er byggt á afsláttarsjónarmiðum, sbr. H 1993 839 (Safamýri). Sjá einnig H 1996, 15. febrúar (Hverfisgata 63 Hf.) í málinu nr. 223/1995. Finna má dæmi þess, að krafist sé skaðabóta og/eða afsláttar, sbr. H 1988 1570 (Skurðgröfudómur). Hafa dómstólar haft tilhneigingu til þess að líta á slíka kröfugerð sem aðalkröfu um skaðabætur og varakröfu um afslátt. í héraðsdómsstefnu í H 1988 1570 segir, að málið sé höfðað til heimtu kröfu að fjárhæð 239.000 krónur. Héraðsdómur sagði í forsendum sínum, að þótt stefnukrafan væri í sóknarskjölum uppbyggð og rökstudd sem skaðabótakrafa, þætti allt að einu unnt að túlka kröfugerð stefnanda svo, að hann krefjist til vara afsláttar, og hafi stefnukrafan öðrum þræði verið rökstudd út frá afsláttar- sjónarmiðum í munnlegum málflutningi. Taldi héraðsdómur síðan, að stefnandi ætti rétt á afslætti af kaupverði vélarinnar. I Hæstarétti var þetta sögð krafa um bætur og/eða afslátt. I H 1990 506 (Breiðabakki) var mál höfðað í héraði til heimtu skuldar, sem sögð var skaðabóta- og/eða afsláttarkrafa. Héraðsdómur taldi kaupendur eiga rétt til afsláttar af kaupverði jarðarinnar. í Hæstarétti var krafist staðfestingar héraðsdóms, sem féllst á það sjónarmið, að kaupendur ættu rétt til afsláttar af kaupverði jarðarinnar með tilliti til þess, sem fram kom um stærð hennar. Ekki er alltaf ítrasta samræmi milli kröfugerðar í héraði og fyrir Hæstarétti að þessu leyti, sbr. H 1989 199 (Valtaradómur). Þar var krafist skaðabóta í héraði. Héraðsdómari taldi ósannað, að kaupandi hefði fengið verðminni hlut í hendur, og því væru hvorki fyrir hendi skilyrði til þess að dæma skaðabætur né afslátt. I Hæstarétti krafðist kaupandinn skaðabóta og/eða afsláttar. Ekki voru talin fyrir hendi skilyrði til þess að dæma skaðabætur, en kaupanda var dæmdur afsláttur af kaupverði. Eins og áður er að vikið, getur það verið ærið matskennt atriði, hvort fullnægt sé í hverju einstöku máli þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir beitingu þeirra vanefndaúrræða, sem til greina geta komið. Svo allrar varfærni sé gætt í kröfugerð í gallamálum í lausafjár- og fasteignakaupum, er eðlilegt að byrja á þeirri kröfugerð, sem lengst gengur, þ.e. riftun, ef það er á annað borð vilji kaupanda að bera það vanefndaúrræði fyrir sig. Skynsamlegt er að gera varakröfu um skaðabætur, ef skilyrði riftunar eru ekki talin vera fyrir hendi, og krefjast til þrautavara afsláttar, ef hvorki yrðu talin vera fyrir hendi skilyrði riftunar né heldur skaðabóta. I H 1955 665 (Skrúfudómur) var gerð aðalkrafa um skaðabætur, en til vara krafist afsláttar. Seljandi var sýknaður af skaða- bótakröfu kaupanda, en kaupanda dæmdur afsláttur í samræmi við kröfugerð hans. 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.