Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 31
Fræðilega séð er hægt að halda skaðabótum og afslætti aðskildum í fasteigna- kaupum, þótt það sé ýmsum annmörkum bundið að ákvarða fjárhæð afslátt- arins. Af þessu leiðir hins vegar, að ákvörðun um fjárhæð afsláttar byggir á matskenndari atriðum, heldur en ákvörðun um fjárhæð skaðabóta. Þegar dæmdar eru skaðabætur, er oftast spurt, hver sé kostnaður við að bæta úr galla, þ.e. viðgerðarkostnaður, og þann kostnað er yfirleitt auðvelt að staðreyna. Aður en afsláttur er dæmdur, þarf hins vegar að svara tveimur spurningum. Fyrri spurningin er sú, hvort kaupverðið svari til gangverðs eignarinnar án galla. Það getur verið erfitt að segja til um gangverð fasteigna, því þar er matið ónákvæmara. Það eru hins vegar ákveðin líkindi fyrir því, að kaupverðið svari til gangverðs. Síðari spurningin er sú, hvort gallinn hafi leitt til þess, að gang- verð eignarinnar í viðskiptum sé lægra en umsamið kaupverð. Þetta getur líka verið matskennt varðandi fasteignir. Framangreind atriði eru talin leiða til þess, að sýna verði ákveðna varúð, þegar afsláttarheimildinni er beitt í fasteignakaupum. Kaupverð í fasteigna- kaupum er oft slétt tala, sem ekki er nákvæmlega fundin, og það eru ýmis atriði, sem áhrif hafa á verðlagninguna til hækkunar eða lækkunar. Það eru því líkur til, að minni háttar gallar af einu eða öðru tagi hefðu ekki haft áhrif á kaup- verðið, þótt þá hefði borið á góma í samningaviðræðum aðila. Hefur því verið haldið fram, að í slíkum tilvikum verði að líta til ímyndaðs vilja aðila í ljósi atvika, þ.e. er með sanngirni hægt að ganga út frá því, að upplýsingar um gallann, ef þær hefðu verið til staðar við gerð samnings, hefðu haft áhrif á kaupverðið?64 7.3 Skilyrði þess, að afsláttarheimildinni verði beitt í fasteignakaupum Hægt er að hugsa sér þá niðurstöðu, að hafna alfarið beitingu afsláttar í fasteignakaupum á grundvelli þeirra sjónarmiða, sem að framan getur. Fræði- menn virðast þó yfirleitt sammála um, að með því yrði of langt gengið. Má á það fallast, að ekkert sé í veginum fyrir því að beita afsláttarheimildinni við hlið skaðabóta á þann hátt, sem 42. gr. kpl. segir til um.65 Það er m.ö.o. ekki ástæða til, þrátt fyrir framangreinda annmarka, að hætta að beita afslætti í fasteigna- kaupum. Hins vegar er ástæða til þess að þrengja skilyrðin nokkuð miðað við það, sem gildir í lausafjárkaupum, og takmarka beitingu heimildarinnar við tiltölulega gróf eða að öðru leyti augljós tilvik, og verður að ætla, að hagsmunir seljanda séu þá nægjanlega tryggðir. Niðurstaðan er því sú, að þrátt fyrir áðurnefnda annmarka, styðjist afsláttarheimildin við ýmis góð rök og hafi mikla þýðingu í fasteignakaupum. Ef um verulegan galla á seldri fasteign er að ræða, sem seljandinn ber ekki ábyrgð á, þar sem hann hefur hvorki vitað um gallann né heldur ábyrgst, að gallinn væri ekki til staðar, á kaupandinn ekki rétt á skaðabótum. Ef verð 64 Sjá nánar Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, bls. 130-131. 65 Sjá nánar Anders Vinding Kruse: Ejendomskob, bls. 132 o.áfr. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.