Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 35
Af framansögðu leiðir, að kaupandi getur við sömu skilyrði valið milli þess að krefjast afsláttar eða skaðabóta. Er talið, að í sjálfu sér sé ekkert því í vegi að viðurkenna heimild kaupanda til slíks vals, ef önnur niðurstaðan er tjárhagslega hagkvæmari en hin.69 Þannig má t.d. benda á H 1993 839 (Safamýri), þar sem kaupandi krafðist afsláttar, þótt skilyrðum skaðabóta sýnist hafa verið fullnægt. 7.3.3 Ábyrgð seljanda Ef seljandi hefur ábyrgst tiltekna kosti eignar, eru að öllum líkindum gerðar minni kröfur til frávika í gæðum hins selda. Sjá til athugunar dóm í UfR 1979. 87 (H), þar sem tiltekinn fyrirvari leysti seljandann undan skaðabótaábyrgð, en kaupandinn var hins vegar talinn eiga rétt til afsláttar.70 Að þýðingu ábyrgðar er vikið í H 1994 1839 (Ingólfur Óskarsson). Þar þótti sannað, að seljandi íþróttavöruverslunar hefði heitið kaupendum því við sölu verslunarinnar, að hann skyldi tryggja versluninni kaup á tilteknum íþróttavörum, sem seljandi seldi í heildsölu. Seljandinn hefði hins vegar misst heildsöluumboðið um líkt leyti og kaupin voru gerð, og því hefði hann ekki getað efnt loforð sitt um þetta. Hefði verslunin af þessum sökum lent í tímabundnum erfiðleikum, og þættu kaupendur af þeirri ástæðu eiga rétt til afsláttar af kaupverði. 7.3.4 Sala er liður í atvinnustarfsemi seljanda. Framkvæmdir, sem seljandi hefur staðið fyrir Ef sala fasteignar er liður í atvinnustarfsemi seljanda, hefur verið talið, að skilyrðin til þess að beita afsláttarheimildinni séu nokkuð rýmri, heldur en ella.71 Seljandi getur í slíkum tilvikum reiknað afslátt eða möguleika á afslætti inn í kaupverðið. Þá virðast dómstólar telja heimildina til að krefjast afsláttar vera eitthvað rýmri, ef um er að ræða gallaðar framkvæmdir, sem seljandinn hefur sjálfur staðið fyrir. Sjá um það efni til athugunar H 1967 108 (Bugðulækur), en þar var við mat á því, hvort kaupandinn ætti rétt á afslætti, m.a. litið til jjess, að seljandinn hafði sjálfur látið leggja hitalögn þá, sem reyndist gölluð. I H 1993 1693 (Akurholt) er til þess vitnað, að gallar hafi hvorki stafað af tilverknaði seljanda né voru þeir eða áttu að vera honum kunnir, og var seljandi því sýkn- aður af kröfum kaupanda. í H 1994 1931 (Hraunberg), sem dæmdi seljanda skaðabótaskyldan gagnvart kaupanda, er að því vikið, að seljandi hafi verið eigandi fasteignarinnar frá upphafi og mátti því vita, að lagnir kæmu ekki að fullum notum, eins og legu þeirra var háttað. í H 1995 1401 (Bakkahlíð), sem dæmdi kaupanda afslátt af kaupverði, er tekið fram, að seljandi hafi sjálfur reist umrætt hús. Sjá einnig H 1996, 3. október (Logafold) í málinu nr. 195/1995. 69 Anders Vinding Kruse: Ejendomskob. bls. 133. 70 Bemhard Gomard: Obligationsret, 1. del. bls. 169. 71 Sjá Anders Vinding Rruse: Ejendomskob, bls. 125 o.áfr. 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.