Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 37
Stundum er afsláttur ákvarðaður með hliðsjón af kostnaði við viðgerð, sem fram hefur farið löngu eftir kaup. Miðast fjárhæð afsláttarins þá við verðlag á síðara tímamarki en tjónsdeginum. Ber þá með hliðsjón af 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 að miða upphafstíma vaxta við það tímamark. I H 1988 1570 (Skurð- gröfudómur) áttu kaup sér stað 27. apríl 1985, en viðgerð á göllum hófst 22. ágúst 1985 og lauk 16. september s.á. Miðaði kaupandinn upphafstíma vaxta- kröfu sinnar við það tímamark og var sú krafa tekin til greina, en tekið var fram í dómi Hæstaréttar, að aðilar deildu ekki um vexti. Sjá til athugunar H 1996,18. janúar (Sturla Haraldsson), en þar segir m.a., að þegar til þess sé litið, að matsmenn miði fjárhæðir við verðlag í september 1993, þyki afsláttur hæfilega ákveðinn 2.200.000 krónur. 9. FRESTIR TIL AÐ BERA FYRIR SIG GALLA. FYRNING AFSLÁTTARKRÖFU í lausafjárkaupum gildir sú regla samkvæmt 54. gr. kpl. nr. 39/1922, að þegar ár er liðið frá því kaupandi fékk söluhlut í hendur, og hann hefur ekki skýrt seljanda frá því, að hann ætli að bera það fyrir sig, að söluhlut sé ábótavant, þá getur hann ekki síðar komið fram með neina kröfu af því tilefni, nema seljandi hafi skuldbundið sig til þess að ábyrgjast hlutinn í lengri tíma, eða haft svik í frammi. Sambærileg regla gildir ekki í fasteignakaupum, en almennar tómlætisreglur geta að sjálfsögðu leitt til þess, að afsláttarkrafa verði ekki höfð uppi. Sjá um það efni H 1996, 15. febrúar (Hverfisgata 63 Hf.), sem að er vikið í kafla 7.3.2 hér að framan. Eldri hluti húss þess, sem þar um ræddi, var byggður árið 1924 og teikningar af viðbyggingu voru samþykktar árið 1988. Kaupsamningur um eignina var gerður 1991 og kaupendur fengu eignina afhenta í nóvember það ár. í dómi Hæstaréttar segir, að í héraðsdómsstefnu lýsi kaupendur þáverandi ástandi hússins svo, að það hafi nánast verið eins og tilbúið undir tréverk. Þannig hafi kjallari verið óinnréttaður og útveggir þar staðið óklæddir, eldri hluti aðalhæðar hússins hafi að mestu verið í upprunalegri mynd og viðbygging á þeirri hæð að verulegu leyti ófrágengin, en endurbætur hafi verið komnar lengst á rishæð. I stefnunni komi fram, að kaupendur hafi á næstu tveimur árum lokið við aðalhæð hússins og ris, meðal annars með því að leggja parkett að nokkru leyti á gólf og klæða loft og veggi. Virðast kaupendur hafa búið í húsinu á meðan á þessu stóð, eða allt þar til þau höfðu selt það árið 1993. Þá segir, að á þeim rúmlega tveimur árum, sem kaupendur bjuggu í húsinu, hafi þau hæglega mátt verða þess vör, að það væri fimmtungi minna að flatarmáli en þau höfðu verið upplýst um, þegar þau keyptu það. Þeim mun frekar hafi þeim átt að verða þetta ljóst við þær gagngeru endurbætur, sem þau kveðist hafa unnið á húsinu. Kaupendur hafi hins vegar fyrst gert athugasemdir við seljendur af þessu tilefni með bréfi 20. júní 1994. Þegar þessa sé gætt og með hliðsjón af meginreglu 52. gr. laga nr. 39/1922 verði að telja kaupendur hafa glatað rétti til að bera fyrir sig gagnvart seljanda, að fasteigninni hafi verið áfátt að þessu leyti. 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.