Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 45
nauðsynlegar ráðstafanir við gerðina, setja tryggingu og veita tryggingu viðtöku, og taka nauðsynlegar ákvarðanir varðandi meðferð og geymslu hinna kyrrsettu muna. Þá segir, að hafi maður umboð til þeirra verka, sem upp voru talin, felist að sjálfsögðu einnig í því heimild til að færa fram kröfur og andmæla kröfum gagnaðila. Þá segir, að umboð til að mæta fyrir hönd gerðarþola í ofangreindum tilvikum taki til þess að gera allar þær ráðstafanir, sem til þess eru fallnar að koma í veg fyrir, að til fullnustugerðar komi eða til að fá hana niður fellda. 1 65. gr. er gerður greinarmunur á lögmanni og annars konar málflutnings- umboðsmanni að því leyti, að þar segir að aðrir en lögmenn megi ekki koma fram fyrir hönd aðila til lausnar ágreiningi um aðgerðir, sem um ræðir í 64. gr., nema þeir hafi sérstakt umboð til þess. Alkunna er, að íslenskir fræðimenn hafa í ríkum mæli í umfjöllun sinni um íslenskar réttarreglur hliðsjón af norrænum dómum og fræðikenningum, sem myndast hafa á tilteknum réttarsviðum. Líklegt má telja, að viðhorf þeirra um inntak málflutningsumboðs hafi að nokkru mótast af því, sem danskir fræðimenn hafa ritað, enda svipar þeirri umfjöllun mjög til þeirrar íslensku. Þótt gildi KU 1877 sé nú til dags aðeins réttarsögulegt, má gera ráð fyrir því, að þar sé að finna baksvið íslenskra reglna um einstaka heimildir málflutnings- umboðsmanns. I ljósi þess verður ekki hjá því komist að víkja síðar að einstaka reglum KU 1877. 3. NÁNAR UM MÁLFLUTNINGSUMBOÐ 3.1 Stofnun umboðs Grundvöllur málflutningsumboð er viljayfirlýsing málsaðila eða fyrir- svarsmanns hans.14 Málflutningsumboð stofnast, líkt og umboð endranær, með því, að umboðsmaðurinn samþykkir að taka að sér tiltekinn erindrekstur fyrir hönd umbjóðanda síns. Hér má geta þess, að samkvæmt 26. gr. siðareglna Lögmannafélags íslands er lögmanni óheimilt að taka við verkefni, sem annar lögmaður hefur haft til meðferðar, fyrr en aðili hefur gert þeim síðarnefnda full skil eða sérstakt samþykki hans komi til að öðrum kosti. MFL áskilja ekki sérstakt form á þeirri viljayfirlýsingu, sem beint er til umboðsmannsins.15 Þó leiðir af ákvæðum laganna um sönnun fyrir umboðinu, að öðrum málflutningsumboðsmönnum en lögmönnum getur verið nauðsynlegt að færa sönnur að umboðsmennsku sinni. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. MFL gildir sú regla, að sæki lögmaður eða fulltrúi hans þing, skuli hann talinn hafa umboð til þess, nema annað sé sannað. í þessu felst það, að á gagnaðila hvílir að hnekkja fullyrðingu lögmanns um umboðsveitinguna.16 Aðrir málflutnings- 14 Gomard: Civilprocessen, bls. 244 og Pedersen: Indledning til sagfprergerningen I., bls. 83. 15 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 124. löMarkús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 124. 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.