Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 48
algengt, að lögmenn afli sér víðtæks umboðs á sérstök þar til gerð eyðublöð, og
má ef til vill halda því fram, að þar megi finna grundvöll venju. Slíkt er þó talið
hæpið.25 í einstaka tilvikum kann að vera örðugt að draga mörkin milli þess,
sem er „venjulegt til flutnings máls“ og þess, sem fellur þar fyrir utan. Til
greina kæmi að miða við það, hvort tiltekin ráðstöfun umboðsmannsins fellur
að vilja eða óskum umbjóðandans, þótt þær hafi ekki legið fyrir, þegar ráð-
stöfunin var gerð.26 Slíka markalínu yrði þó erfitt að draga í framkvæmd. Þá
mætti ef til vill hafa hliðsjón af því, hvort viðkomandi ráðstöfun hafi verið
skynsamleg eða hagstæð fyrir umbjóðandann eða verið honum í óhag. Af tilliti
til hagsmuna gagnaðilans verður að telja slíka viðmiðun óeðlilega.27 Varla
verða sett fram nákvæm mörk um heimildir málflutningsumboðsmanns í ein-
stökum tilvikum, enda verður ekki séð, að það hafi verið reynt, svo einhverju
nemi. Verður því að láta við það sitja að líta til einstakra ráðstafana út af fyrir
sig, og meta með hliðsjón af atvikum öllum, hvort hún falli innan ramma
umboðsins.
Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. MFL verður umbjóðandi lögmanns bundinn við
yfirlýsingar umboðsmanns síns um forms- og efnisatriði máls. Ahrif yfirlýsinga
umboðsmannsins eru því almennt þau sömu og hefði aðili staðið að þeim sjálfur
samkvæmt 45. gr. EML. Um bindandi yfirlýsingar málflutningsumboðsmanns
má til dæmis nefna H 1968 411 og 1932 634.
H 1968 411
R seldi V bifreið, sem V greiddi meðal annars með útgáfu skuldabréfs. Bréfíð
átti að greiða með 4 jöfnum afborgunum. V greiddi tvívegis upp í skuld þessa,
en R höfðaði síðan mál til lieimtu eftirstöðva skuldarinnar, sem lögmaður R
kvað vera DEM 4.500, og var V dæmdur til að greiða þá fjárhæð. Síðar kom í
ljós, að lögmaður R hafði af misskilningi talið, að með greindum tveimur
innborgunum sínum hefði V staðið skil á tveimur afborgunum, en hið rétta var,
að V hafði aðeins greitt sem nam einni afborgun fyrir höfðun umrædds máls.
Höfðaði R nú mál á ný á hendur V, sem krafðist sýknu. Þá kröfu byggði V á
því, að hann hefði þegar greitt að fullu skuldina samkvæmt skuldabréfinu. Þá
benti V á, að R væri bundinn af yfirlýsingu lögmanns síns í fyrra málinu, sbr.
4. gr. MFL, og að fyrra málið milli þeirra hafi verið dæmt á þeim grundvelli, að
um fullnaðaruppgjör skuldarinnar væri að ræða. Hafi sá dómur res judicata
verkanir í máli þessu samkvæmt 195. gr. laga nr. 85/1936 og yrði því krafa
þessi ekki borin undir dómstóla á nýjan leik. í héraðsdómi segir, að í fyrra
málinu hafi því verið slegið föstu í stefnu R, að skuldin væri samkvæmt
skuldabréfi, sem V hafi greitt tvær af fjórum afborganir af, og væri í því máli
krafist eftirstöðva skuldarinnar. Var talið, að R væri bundinn af yfirlýsingum
25 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111.
26 Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II., bls. 69.
27 Munch-Pedersen: Den danske Retspleje II., bls. 69.
198