Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 54
hennar fyrir lögmanni með öðrum hætti kemur ekki til greina, frekar en eftir eldri lögum. Hins vegar verður að hafa í huga, að heimild þessi tekur aðeins til lögmanna, en ekki til annarra málflutningsumboðsmanna. Samkvæmt megin- reglu 2. mgr. 5. gr. MFL hafa hæstaréttarlögmenn einir lögmanna heimild til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti, en héraðsdómslögmenn geta þó með sérstökum skilyrðum fengið slíkt leyfi, sbr. 2. mgr. 9. gr. sömu laga. Spyrja má, hvort þeir héraðsdómslögmenn, sem ekki hafa fengið leyfi til flutnings máls fyrir Hæstarétti, megi taka við birtingu áfrýjunarstefnu með þeim hætti, sem fyrr var nefndur. I 5. mgr. 155. gr. EML er ekki gerður greinarmunur á héraðs- dóms- eða hæstaréttarlögmönnum að þessu leyti. Má því telja lfklegt, að héraðsdómslögmenn hafi sömu heimildir í þessum efnum og hæstaréttarlög- menn, enda mun vera gengið út frá því í framkvæmd.34 Með þessu er þó ekki sagt, að héraðsdómslögmönnum sé almennt heimilt að mæta í Hæstarétti við þingfestingu máls og veita viðtöku áfrýjunarstefnu, sem ekki hefur verið birt. 3.2.3 Fyrstu aðgerðir málflutningsumboðsmanns 3.2.3.1 Málshöfðun og málsgrundvöllur Málflutningsumboðsmaður, sem fengið hefur umboð til að fara með mál stefnanda fyrir dómi, verður um leið að teljast hafa fengið heimild til að höfða mál fyrir héraðsdómi.35 Oftast mun slíkt þó liggja í hlutarins eðli, enda málflutningsumboð gjarna veitt beinlínis með málshöfðun fyrir augum. í öðrum tilvikum kann þó að vera vafi um heimild málflutningsumboðsmanns til málshöfðunar, eins og til dæmis þegar aðili leitar ráðgjafar lögmanns um réttarstöðu sína. Erfitt getur verið að draga skýr mörk á milli ráðgjafar- eða leiðbeiningai'þjónustu lögmanns og þess, að aðili teljist fela lögmanni mál- flutningsumboð, en þau hljóta einkum að ráðast af túlkun á samningssambandi aðila. Þegar litið er til H 1948 66, má ef til vill ætla, að tilhneiging sé í þá átt að skýra slíka samninga svo, að þeir feli í sér heimild til að höfða dómsmál vegna hagsmuna skjólstæðingsins. H 1948 66 J áfrýjaði dómi í máli, sem H hafði höfðað gegn honum til heimtu skuldar. Utivist varð af hálfu H í Hæstarétti. J krafðist þess aðallega, að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, en til vara sýknu. J lagði fram yfirlýsingu frá H þess efnis, að nafngreindur lögmaður hafi höfðað málið í héraði án heimildar hans, enda hafi J ekki komið nærri samningi þeim, sem skuldakrafan studdist við, að öðru leyti en því að undirrita hann sem vitundarvottur. I dómi meiri hluta Hæstaréttar segir, að ekki sé fullsannað, að lögmaðurinn hafi ekki haft umboð til höfðunar málsins, þar sem hann hafi ekki átt þess kost að koma á framfæri athugasemdum sínum. En þar sem yfirlýsing H yrði ekki skilin á annan veg en hann teldi sig ekki eiga kröfu þá, er hann fékk dæmda í héraði, og að hann ætli 34 Skv. símasamtali við Erlu Jónsdóttur, hæstaréttarritara, 22. mars 1994. 35 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 204
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.