Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 58
vaxta og málskostnaðar, fyrir 1. febrúar 1982. Rúmum mánuði eftir gerð
sáttarinnar höfðaði S mál á hendur H og krafðist ógildingar hennar. Var E og K
stefnt til réttargæslu í málinu. Hélt S því fram, að E hefði ekki haft umboð til
að gera sátt fyrir sína hönd, enda fælist slfkt umboð ekki í málflutningsumboði
samkvæmt 4. gr. MFL. H krafðist sýknu og bar því við, að sátt þeirra væri
bindandi samkvæmt II. kafla SML. K sótti einnig þing og krafðist ríflegs
málskostnaðar úr hendi S, þar sem aðild sín að málinu væri tilhæfulaus. f
framburði sínum fyrir dómi bar E, að hún hafi ekki haft umboð til annars en að
sækja þing fyrir S, en þegar fram hafi komið, að af hálfu H væri synjað um
frekari frestun málsins, hafi hún talið hag S best borgið með gerð sáttar, enda
hafi sér yfirsést, að formgallar væru á þeim víxlum, sem H studdi kröfur sínar
við. Er hún hugðist síðar leita umboðs S til sáttargerðar hafi komið fram, að S
vildi ekki fallast á þessa ráðstöfun. í héraðsdómi segir, að stefndi hafi ekki
mótmælt þeirri fullyrðingu S, að E hafi ekki haft umboð til sáttargerðar, og sé
framburður E á sömu lund. Þótti ekki verða fallist á, að E hafi haft stöðuumboð
samkvæmt fyrmefndu lagaákvæði til að gera dómsátt. Voru kröfur S því teknar
til greina, en málskostnaður látinn falla niður, einnig gagnvart K. Héraðsdómur
var staðfestur í dómi Hæstaréttar með skírskotun til forsendna hans.
H 1990 840
Málavextir voru þeir, að með bréfi til sýslumanns Þingeyjarsýslu fóru S og J
þess á leit, fyrir hönd eigenda, að skipt yrði óskiptu sameignarlandi jarðarinnar
Voga í Mývatnssveit. í framhaldi af þeirri beiðni fóru fram landskipti, sem
skotið var til yfirlandskipta. Mál var höfðað, þar sem krafist var, að yfir-
landskiptagerðinni yrði hrundið. Undir rekstri þess máls var lagt lögbann við
girðingarframkvæmdum samkvæmt yfirlandskiptagerðinni og staðfestingarmál
höfðað. Þessi tvö mál voru sameinuð og dómsátt gerð um ágreininginn. Undir
sáttina rituðu sex af tólf sameigendum, en lögmaður aðilja að öðru leyti. í bréfi
til sýslumanns var sáttargerðinni mótmælt af hálfu þeirra sameigenda, sem ekki
höfðu ritað undir sáttina, með vísan til efnis sáttarinnar með þessum orðum:
„Við mótmælum því, að það sé tekið land úr óskiptri sameign jarðarinnar og
það fært stefnendum til eignar kvaðalaust, þótt vitað sé fyrir, að þeirra hlutur sé
stærstur í viðkomandi skiptalandi“. í því máli sem hér er rakið kröfðust þeir
sameigendur, sem ekki höfðu sjálfir ritað undir sáttina, ógildingar á henni, þar
sem lögmaður þeirra hafi ekki haft umboð til að skuldbinda þá með gerð
dómsáttar. Þeir hafi strax lýst ágreiningi sínum út af sáttinni. Auk þess séu
efnisatriði sáttarinnar utan við kröfugerð í þeim málum, sem sameinuð voru, og
þar sem svo hafi verið, hafi bein þátttaka þeina við gerð sáttarinnar verið
nauðsynleg, þrátt fyrir ákvæði 3. tl. 2. gr. laga nr. 85/1936. Af hálfu stefndu var
því haldið fram að sáttin væri bindandi fyrir alla málsaðila, jafnt stefnendur og
stefndu. Stefnendur hafi átt þess kost að mæta í því réttarhaldi, þar sem sáttin
var gerð. Þótt þau hafi ekki gert það sjálf, hafi lögmaður þeirra og samaðilar
þeirra mætt fyrir þau. Með vísan til 46. gr. laga nr. 85/1936 verði að telja, að
samaðilar stefnenda í réttarhaldi þessu hafi haft umboð til að ganga frá sátt, sem
bindandi sé fyrir stefnendur.
208