Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 60
rætt, krafðist K ógildingar dómsáttarinnar, þar sem hún hefði ekki veitt lög- manni sínum umboð til þess að rita undir hana af sinni hálfu. J bar því hins vegar við, að lögmaður K hefði skuldbundið hana við ákvæði sáttarinnar með því að rita undir hana fyrir hennar hönd, enda hefði málflutningsumboð lögmannsins ekki verið takmarkað að neinu leyti. I annan stað hefði K viðurkennt gildi dómsáttarinnar með því að greiða hina tilteknu fjárhæð við fjámámsgerðina. í dómi Landsréttar segir, að ekki hafi verið sannað gegn andmælum K, að hún hafi veitt lögmanni sínum urnboð til þess að rita undir sáttina fyrir sína hönd. Þegar litið væri til þess, að K var tjáð við fjámámsgerðina, að krafan styddist við dóm og til þess að hún greiddi kröfuna við þær aðstæður, að fjárnám vofði yfir, þótti mega taka kröfu K um ógildingu sáttarinnar til greina. Um réttmæti þessarar niðurstöðu í dönskum rétti ríkir þó ekki full sátt. Gagnrýnt hefur verið að takmarka svo heimildir málflutningsumboðsmanns.46 Þar er vikið að forsögu reglunnar í KU 1877 og færð að því rök, að hún hafi ekki átt að taka til dómsátta, sem gerðar eru undir rekstri máls. Athygli er vakin á því, að samkvæmt ákvæðum 62. gr. KU 1877 hafi málflutningsumboðsmaður heimild til að fella mál niður. Algengasta ástæða fyrir niðurfellingu máls sé sú, að gerð hafi verið dómsátt um ágreiningsefnið. A þeim tíma, sem tillaga var gerð um regluna í KU 1877, hafi eðli starfssambands umbjóðanda og um- boðsmanns verið annað en nú er. Málflutningsumboðsmenn hafi haft það hlut- verk eitt að flytja mál og leggja í dóm, en önnur hagsmunagæsla hafi verið utan verksviðs þeirra. Þannig hafi umboðsmennska málflutningsumboðsmanns verið skýrð mun þrengra en almennt er gert ráð fyrir í nútímaframkvæmd. Þá eru færð rök fyrir því, að málflutningsumboðmanni eigi að vera heimilt að gera dómsátt án sérstaks samþykkis umbjóðanda. Sagt er, að mikilvægt sé fyrir hagsmuni beggja aðilja, að málsmeðferð sé hraðað eins og kostur er og valdið geti töfum, ef umbjóðandi þarf í öllum tilvikum að veita samþykki sitt fyrir tilteknum aðgerðum. Einnig sé mikilvægt fyrir gagnaðila að geta treyst því, að dómsátt, sem gerð er af málflutningsumboðmanni fyrir hönd skjólstæðings hans, verði ekki ógilt síðar vegna umboðsskorts umboðsmannsins. Hins vegar sé óþarft að heimila málflutningsumboðsmanni sáttagerð, áður en mál hefur verið höfðað fyrir dómstólum. I þeim tilvikum sé eðlilegt, að umboðsmaðurinn ráðfæri sig við skjólstæðing sinn. Þá er vísað til þess, að þær dómsúrlausnir, sem gengið hafa um efni umboðs málflutningsumboðsmanns að þessu leyti, snúast allar um gerð sátta, sem gerðar voru á öðrum tímum en undir rekstri máls. Með tilliti til réttarframkvæmdar og starfsemi málflytjenda almennt sé því ástæða til að viðurkenna rýmri heimildir málflutningsumboðsmanns að þessu leyti. Þessari gagnrýni hefur verið svarað sérstaklega í fræðilegri umfjöllun.47 Þar er því andmælt, að þörfin fyrir hraða málsmeðferð geti orðið röksemd fyrir 46 von Eyben: Procesfuldniagt, bls. 77. 47 Cohen: Procesfuldmagt, bls. 105. 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.